Sumarstarf | Reykjavíkurborg
  • Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Á sumrin er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu og fræðslu fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Hægt er að leita að námskeiðum eftir aldri, hverfi og efnisflokkum á frístundavefnum www.fristund.is. Upplýsingar um sumarstarfið 2018 verður komið á vefinn á sumardaginn fyrsta,19. apríl. Þar verður meðal annars að finna upplýsingar um starf frístundamiðstöðva, siglinganámskeið, sumarbúðir, íþróttanámskeið, reiðnámskeið og margt fleira.
 
Í sumarstarfi frístundaheimilanna, sumarfrístund, er boðið upp á vikunámskeið kl. 9-16, en hægt að bæta við viðbótarstund kl. 8-9 og 16-17. Boðið er upp á fjölbreytt og skemmtileg viðfangsefni, farið í vettvangsferðir og mikið lagt upp úr útivist. Skráning í sumarfrístund hófst miðvikudaginn 25. apríl.

Félagsmiðstöðarnar í Reykjavík standa fyrir sumarsmiðjum fyrir 10-12 ára börn. Þær standa yfir part úr degi, heilan dag eða í nokkra daga í senn. Útfærslur eru fjölbreyttar og viðfangsefni tengjast m.a. sköpun, útivist, sjálfbærni og hreyfingu. Þátttökugjald fer eftir því hvort um er að ræða efniskostnað, samgöngukostnað og tímalengd viðkomandi smiðju. Skráning í sumarsmiðjur fyrir 10-12 ára hófst miðvikudaginn 16. maí. 

Félagsmiðstöðvarnar verða opnar fyrir 13-16 ára. Upplýsingar um opnunartíma verður að finna á heimasíðum og fésbókarsíðum félagsmiðstöðvanna. Unglingum sem voru að klára 8., 9. og 10. bekk standa til boða störf við Vinnuskólann. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.vinnuskoli.is

Skráning
Skráning í sumarstarf á vegum Reykjavíkurborgar fer fram á vefnum http://sumar.fristund.is.

Skráning í sumarstarf frístundaheimilanna, sértækt félagsmiðstöðvastarf og siglinganámskeið í Siglunesi þarf að fara fram fyrir kl. 12:00 á föstudögum eigi barn að byrja á mánudeginum á eftir. Skráning á dýranámskeið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þarf að fara fram á miðvikudegi í vikunni áður en námskeið hefst. Foreldrum er bent á að skrá börn sín tímanlega þar sem námskeiðin geta fyllst fljótt.
 
Athugið að ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið á frístundamiðstöðvar borgarinnar (helst fyrir hádegi) og fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf Reykjavíkurborgar í gegnum síma en hægt er að fá leiðbeiningar símleiðis hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar í síma 411-1111 ef foreldrar eru við nettengda tölvu.
 
Skráning í sumarstarf hjá öðrum en Reykjavíkurborg fer fram hjá viðkomandi félagi/aðila.

 

 

 

 

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 1 =