Eyðublöð byggingarfulltrúa | Reykjavíkurborg

Eyðublöð byggingarfulltrúa

Embætti byggingarfulltrúa hefur látið gera fjölda eyðublaða til notkunar við samskipti milli embættisins, eigenda byggingarframkvæmdar, hönnuða, byggingarstjóra, iðnmeistara og annarra sem málið varðar. Eyðublöðin hafa föst númer og eru útfyllanleg rafrænt. Þar til afgreiðsla umsókna hefur verið gerð rafræn geta notendur fyllt eyðublöðin út á vefnum, prentað þau út og undirritað eigin hendi og sent með viðeigandi fylgigögnum til þjónustuvers í Borgartúni 12-14. Þá hefur embættið gert þjónustulýsingar og einn leiðbeiningarbækling um útfyllingu byggingarleyfis (EBL101) og fyrirspurnir (EBL133) til upplýsinga og notkunar fyrir umsækjendur og hönnuði.

 

 

EBB 118 - Komi til þess að eigandi byggingarframkvæmda óski eftir því að skipta um byggingarstjóra áður en byggingarframkvæmdum er lokið, eða að byggingarstjóri vilji fara af verkinu, getur hvor um sig útfyllt eyðublaðið, prentað það út, undirritað og komið því til skriftstofu byggingarfulltrúa. Mikilvægt er að skrá númer byggingarleyfisumsóknar á eyðublaðið ásamt dagsetningu byggingarleyfisins. 

EBB 117 - Komi til þess að byggingarleyfishafi eða byggingarstjóri, óski eftir að skipta um iðnmeistara sem staðfest hefur ábyrgð sína á ábyrgðarsviði iðnmeistara áður en byggingarframkvæmdum er lokið eða iðnmeistari vilji fara af verkinu getur hver um sig útfyllt eyðublaðið, prentað það út, undirritað, og komið því til skrifstofu byggingarfulltrúa. Mikilvægt er að skrá númer byggingarleyfisumsóknar á eyðublaðið ásamt dagsetningu byggingarleyfisins.

EBB 120 - Sá umsækjandi sem fengið hefur samþykkta byggingarleyfisumsókn verður að ráða sér byggingarstjóra sem uppfyllir ákvæði 31. gr. byggingarreglugerðar. Umsækjandi getur þá fyllt út eyðublaðið, prentað það út og komið því til skrifstofu Byggingarfulltrúa eftir að hafa undirritað eyðublaðið. Mikilvægt er að skrá númer á byggingarleyfisumsókninni BN númer en það kemur fram í tilkynningu Byggingarfulltrúa til umsækjanda um samþykkt málsins. 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 12 =