Eyðublöð byggingarfulltrúa
Hér finnur þú eyðublöð sem tengjast starfsemi byggingarfulltrúa. Um er að ræða skráningar, gátlista, yfirlýsingar og beiðnir vegna byggingarmála. Byggingarleyfisumsóknir hjá Reykjavíkurborg eru nú orðnar rafrænar og unnið er að því að færa öll eyðublöð sem því tengjast yfir á rafrænt form.
Í rafrænum skráningum ábyrgðaraðila á Mínum síðum fer rafræn undirritun fram í gegnum Dokobit. Mikilvægt er að allir skráðir aðilar undirriti til að skráningin skili sér til byggingarfulltrúa.
Önnur eyðublöð geta notendur fyllt út á vefnum. Þau má svo annað hvort undirrita rafrænt eða prenta út, undirrita með eigin hendi og senda með viðeigandi fylgigögnum til byggingarfulltrúa í Borgartúni 12-14. Mikilvægt er að skrá númer byggingarleyfisumsóknar á eyðublaðið ásamt dagsetningu byggingarleyfisins.
Eyðublöð
Rafrænar skráningar ábyrgðaraðila á Mínum síðum
Beiðnir
- Beiðni um byggingarstjóraskipti
- Beiðni um fokheldisúttektir
- Beiðni um meistaraskipti
- Beiðni um öryggis- eða lokaúttekt
- Beiðni um staðfestingu á eignaskiptayfirlýsingu
Gátlistar
- Gátlisti vegna burðarvirkisuppdrátta
- Gátlisti hönnuða vegna lagnauppdrátta
- Gátlisti vegna aðaluppdrátta
- Gátlisti vegna séruppdrátta
Skráningar
- Skráning vegna breyttra uppdrátta
- Skráningar á framvindu
- Skráningar fyrir eigin úttektir
- Skráningar fyrir uppdrætti
Yfirlýsingar
- Yfirlýsing um fullbúið og prófað brunaviðvörunarkerfi vegna lokaúttektar
- Yfirlýsing um prófun og þjónustusamning fyrir lyftu vegna lokaúttektar
- Yfirlýsing um prófun og þjónustusamning fyrir lyftu vegna lokaúttektar
- Yfirlýsing um prófun sérlagna vegna lokaúttektar
- Yfirlýsing um skoðun á leiksvæði vegna lokaúttektar
- Yfirlýsing um stillingu hitakerfis og virkni stýritækja vegna lokaúttektar
- Yfirlýsing um stillingu, prófun á samvirkni tækja og mælingu á loftmagni
- Yfirlýsing um verklok á raforkuvirki vegna lokaúttektar
- Yfirlýsing um fullbúið vatnsúðakerfi og þjónustusamning vegna öryggis- eða lokaúttektar
Annað
- Fylgiseðill viðbótargagna og séruppdrátta
- Takmarkanir á losun bergs í jarðvinnu lóða/borgarlands fyrir byggingarframkvæmdir