Eyðublöð byggingarfulltrúa

Embætti byggingarfulltrúa hefur látið gera fjölda eyðublaða til notkunar við samskipti milli embættisins, eigenda byggingarframkvæmdar, hönnuða, byggingarstjóra, iðnmeistara og annarra sem málið varðar.

Eyðublöðin hafa föst númer og eru útfyllanleg rafrænt. Þar til afgreiðsla umsókna hefur verið gerð rafræn geta notendur fyllt eyðublöðin út á vefnum, prentað þau út og undirritað eigin hendi og sent með viðeigandi fylgigögnum til þjónustuvers í Borgartúni 12-14.

Þá hefur embættið gert þjónustulýsingar og einn leiðbeiningarbækling um útfyllingu byggingarleyfis (EBL101) og fyrirspurnir (EBL133) til upplýsinga og notkunar fyrir umsækjendur og hönnuði.

Eyðublöð