Eyðublöð byggingarfulltrúa

Hér finnur þú eyðublöð sem tengjast starfsemi byggingarfulltrúa. Um er að ræða skráningar, gátlista, yfirlýsingar og beiðnir vegna byggingarmála. Byggingarleyfisumsóknir hjá Reykjavíkurborg eru nú orðnar rafrænar og unnið er að því að færa öll eyðublöð sem því tengjast yfir á rafrænt form.

Í rafrænum skráningum ábyrgðaraðila á Mínum síðum fer rafræn undirritun fram í gegnum Dokobit. Mikilvægt er að allir skráðir aðilar undirriti til að skráningin skili sér til byggingarfulltrúa.

Önnur eyðublöð geta notendur fyllt út á vefnum. Þau má svo annað hvort undirrita rafrænt eða prenta út, undirrita með eigin hendi og senda með viðeigandi fylgigögnum til byggingarfulltrúa í Borgartúni 12-14. Mikilvægt er að skrá númer byggingarleyfisumsóknar á eyðublaðið ásamt dagsetningu byggingarleyfisins.

Eyðublöð

Rafrænar skráningar ábyrgðaraðila á Mínum síðum

Beiðnir

Gátlistar

Skráningar

Yfirlýsingar

Annað