English translation
Hi! The English site is only a beta for now and still has many errors (especially in names and locations).
We are working hard to fix them and making more content available than ever before so expect constant updates.
Extension undergoing feasibility study
Starhagi 11
107 Reykjavik
Saeborg Preschool is a four-division preschool that usually has 80 children. The school focuses on free play, creation and cultural literacy.
Preschool Director: Asta Kristin Svavarsdottir.
*Please note that project completion dates may change, as factors such as access to resources, the consequences of the pandemic, and global hostilities may affect the construction progress. Furthermore, recruitment may affect the timing regarding children's admission.
Viltu vita meira um Sæborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Gildi Sæborgar eru sköpun, virðing, gleði og metnaður
Í Sæborg er unnið í anda Reggio Emilia hugmyndafræðinnar. Ein af megináherslunum er að gefa barninu færi á að nýta sér fleiri tjáningarleiðir en hafa tíðkast í hefðbundnu skólakerfi. Tjáning og sköpun eru virkir þættir í námi barnanna og hluti af daglegu lífi þeirra. Jafnframt er unnið með opinn og endurnýtanlegan efnivið og eru bæði foreldrar og börn virkir þátttakendur í því að afla þessa efniviðar. Í Sæborg er starfandi listasmiðjustjóri sem leiðir allt skapandi starf í leikskólanum. Listasmiðjan er hjarta leikskólans og tengist í allt starf og öll rými. Þar rannsaka börnin efnivið og viðfangsefni, leika með efnið og túlka þekkingu og tilfinningar sínar á skapandi hátt í ótal miðla.
Hvað er framundan á Sæborg? Í starfsáætlun Sæborgar finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Sæborgar? Í skólanámskrá Sæborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Leikskólinn Sæborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Fyrirhugað er að reisa viðbyggingu við leikskólann sem rúma mun 48 börn. Gert er ráð fyrir að starfsemi geti hafist í því húsnæði á árinu 2024.