Ábendingar til borgarinnar | City of Reykjavík

Ábendingar til borgarinnar

Hvað þarf að laga?  Sendu ábendingu til borgarinnar um það sem þarf að laga. Hvort sem það er bilaður ljósastaur, lausar hellur eða skemmdur bekkur.  Einnig viljum við ábendingar um hreinsun, hvort sem það er snjóhreinsun, yfirfullir ruslastampar eða annað á landi borgarinnar.  

Hvað þarf að laga?  Opna ábendingavef

Hvaða ábendingum tökum við á móti?

Ábendingarnar geta varðað ýmislegt sem viðkemur viðhaldi á eignum borgarinnar eða hreinsun, svo sem:

 • holur í malbiki,
 • laus brunnlok,
 • sködduð umferðarmerki,
 • lausar hellur,
 • yfirfullar ruslatunnur,
 • trjágróður sem hindrar för,
 • skemmdir bekkir,
 • óþrifnaður,
 • snjóhreinsun,
 • bilaðir ljósastaurar,
 • eða annað sem tengist þjónustu í borgarlandinu.

Ábendingar þínar um það sem þarf að laga í borgarlandinu skipta okkur miklu máli og við höldum skilmerkilega utan um þær í ábendingakerfi.

Hvað þarf að laga?  Opna ábendingavef.

Is this page useful or is something missing?