Samstarfshópur um málefni miðborgar

""

Markmið með skipan samstarfshóps um málefni miðborgar eru að auka skilvirkni, skapa yfirsýn og efla upplýsingamiðlum um málefni miðborgar, sem og að efla samvinnu og samráð mismunandi hagaðila og starfseininga innan borgarinnar. Borgarráð endurnýjaði skipan hópsins 16. desember 2021 til 12 mánaða. Sjá nánar í erindi til borgarráðs um skipan og verkefni hópsins.

Samstarfshópinn fundar þrisvar á ári en hann skipa;

Frá Reykjavíkurborg

Borgarritari (formaður), fulltrúar skrifstofu reksturs og umhirðu, fulltrúi skilmálaeftirlits byggingafulltrúa, fulltrúi skrifstofu framkvæmda og viðhalds, fulltrúi samgöngustjóra og borgarhönnunar, fulltrúi samskiptateymis, fulltrúi skrifstofu menningarmála, fulltrúi Höfuðborgarstofu, fulltrúi atvinnu- og borgarþróunarteymis, fulltrúi þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, fulltrúi þjónustu- og nýsköpunarsviðs, fulltrúi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, fulltrúi heilbrigðiseftirlitsins.

Aðrir fulltrúar:

Fulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fulltrúi slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, fulltrúar íbúasamtaka Vesturbæjar, Grjótaþorps, Miðborgar og Hlíða, Félög/samtök rekstraraðila í miðborginni, fulltrúi samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), félag fasteignafélaga SVÞ, fulltrúi félags atvinnurekenda (FA), fulltrúi Hafnartorgs, fulltrúi Faxaflóahafna, fulltrúi samtaka aðila í ferðaþjónustu (SAF), fulltrúi stjórnarráðs Íslands. Aðrir fulltrúar Reykjavíkurborgar og hagaðila verði boðaðir á fundi samstarfshópsins í samræmi við dagskrá.

Formaður

 Formaður samstarfshópsins er Þorsteinn Gunnarsson, borgarritari.

Starfsmenn

Starfsmenn eru Hulda Hallgrímsdóttir og Jón Halldór Jónasson, verkefnisstjórar á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, en þau starfa innan atvinnu- og borgarþróunarteymis.

 

Nokkrir vinnuhópar hafa starfa í tengslum við samstarfshópinn:

  • Vinnuhópur um tölfræði. Á vettvangi þessa vinnuhóps hefur einkum verið rýnt í niðurstöður talninga sem Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur annast fyrir Reykjavíkurborg.
  • Vinnuhópur um vörudreifingu hefur átt samtöl um aðstöðu og lausnir vegna vörulosunar í miðborginni. Hópurinn hefur farið í vettvangsferðir og rætt þar mögulegar lausnir til hagsbóta fyrir alla aðila.
  • Vinnuhópur um nýtt félag miðborgarinnar hefur til skoðunar möguleika að að stofan eitt sameiginlegt félag fyrir hagaðila í miðborginni. Vinnuhópurinn hefur staðið fyrir stærri vinnustofum og fengið ráðgjafa til liðsinnis. Fulltrúar hagaðila eru með framhald verkefnisins til skoðunar.
  • Vinnuhópur um greiningu á atvinnuhúsnæði í miðborginni vann nokkuð þétt á árinu 2021 og fékk ráðgjafa til liðs við sig

Gögn frá fundum samstarfshóps um málefni miðborgar

Kynningar og önnur gögn sem lögð eru fram á fundum samstarfshóps.