Íþrótta- og tómstundaráð | City of Reykjavík

Íþrótta- og tómstundaráð

Formaður ráðsins er Þórgnýr Thoroddsen.

Íþrótta- og tómstundaráð starfar í umboði borgarráðs. Borgarstjórn staðfesti samþykkt fyrir ráðið 20. september 2011, samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007 og eftir því sem lög mæla fyrir um.

Íþrótta- og tómstundaráð mótar stefnu á sviði íþrótta- og tómstundamála Reykjavíkurborgar og gerir tillögur um verksvið þess til borgarráðs. Jafnframt hefur íþrótta- og tómstundaráð eftirlit með að samþykktum þess og stefnumörkun sé fylgt.

Íþrótta- og tómstundaráð vinnur að eflingu íþrótta- og tómstundastarfs í Reykjavík, hefur samvinnu við þá aðila sem um slík mál fjalla og við félög sem hafa íþrótta- og tómstundamál á stefnuskrá sinni og mótar stefnu um samstarf við þá aðila.

Ráðið gerir tillögur til borgarráðs að gerð og staðsetningu nýrra íþróttamannvirkja og félagsmiðstöðva ásamt tillögum um rekstur þeirra eftir því sem við á. Jafnframt hefur það eftirlit með rekstri íþrótta- og æskulýðsmannvirkja sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og borgarráð hefur veitt styrk til og öðrum þeim mannvirkjum sem borgarráð hefur veitt styrk til.

Þá stuðlar það að eflingu hollrar tómstundaiðju meðal almennings í samstarfi við samtök borgarbúa svo og í samstarfi við aðrar borgarstofnanir.

Jafnframt skipuleggur ráðið dagskrá 17. júní hátíðahaldanna í Reykjavík ár hvert.

Íþrótta- og tómstundaráð er skipað sjö fulltrúum sem eru kjörnir af borgarstjórn og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna fulltrúa og skal hann vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi. Kjörtímabil þess er hið sama og borgarstjórnar.

Framboðslista sem á fulltrúa í borgarstjórn er heimilt að tilnefna borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa til að sitja fundi íþrótta- og tómstundaráðs, með málfrelsi og tillögurétt, eigi hann þar ekki fulltrúa.

Aðsetur íþrótta- og tómstundaráðs er að Borgartúni 12-14 og heldur ráðið að jafnaði fundi þar annan og fjórða föstudag hvers mánaðar, kl. 12.00. Fella má niður fundi í allt að tvo mánuði að sumarlagi. Ráðið heldur að minnsta kosti einn fund á ári sem er opinn almenningi.

Is this page useful or is something missing?