Verkbækistöð III, Laugardalur

Hverfastöð

Borgargarðar í Laugardal,
aðkoma frá Sunnuvegi
105 Reykjavík

""

Verkbækistöð III

Þjónar hverfum norðan Suðurlandsbrautar og Laugavegs að Snorrabraut.

Sér um ræktun í Laugardalnum, þar með talið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og á tjaldstæðunum. Í því felst viðhald skrúðgarða, sláttur, viðhald og hirðing trjágróðurs, að planta sumarblómum og niðursetningu haustlauka, viðhald stíga og hellulagna ásamt hirðingu allra blómabeða og umhirðu á blómakerjum og körfum. Að hluta hefur verkbækistöðin einnig umsjón með bekkjum, ruslastömpum og hreinsun veggjakrots í Laugardal. Verkbækistöðin sér um snjóruðning og hálkuvarnir á stígum í Laugardal. Jafnframt sér hún um allt viðhald trjábeða, bæði á opnum svæðum og stofnanalóðum á sínu starfssvæði.

Deildarstjóri: Hafsteinn Viktorsson
Rekstrarstjóri: Guðlaug Guðjónsdóttir

Ábendingar um það sem betur má fara í borgarlandinu eru velkomnar á Ábendingavef.