Vestnorræni höfuðborgasjóðurinn, stjórn

""

Stjórn Vestnorræna höfuðborgasjóðsins er skipuð borgarstjórum höfuðborganna þriggja Reykjavík, Tórshavn og Kommuneqarfik Sermersooq (Nuuk) ásamt tveimur kjörnum fulltrúum frá hverri borg. 

Almennt um skipan stjórnar

Hlutverk sjóðsins er að efla samstarf og skilning milli stjórnmálamanna og íbúa í Reykjavík, Tórshavn og Kommuneqarfik Sermersooq (Nuuk) með:

 • fjárveitingum til verkefna á sviði menningar, fræðslu og íþrótta
 • þemaumræðum um pólitísk     málefni sem eru ofarlega á baugi í höfuðborgum á Vestur Norðurlöndum.

 Sjá nánar reglur um sjóðinn.

Skipan fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn sjóðsins 2022-2026

Þann 23. júní 2022 tilnefndi borgarráð, auk borgarstjóra Dags B. Eggertssonar, þau Dóru Björt Guðjónsdóttur og Kjartan Magnússon borgarfulltrúa til setu í stjórn sjóðsins til loka kjörtímabilsins 2022-2026.

Fulltrúar í stjórn sjóðsins 2018-2022

Kommuneqarfik Sermersooq (Nuuk)

 • Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri
 • Charlotte Ludvigsen, borgarfulltrúi
 • Justus Hansen, borgarfulltrúi

Reykjavík

 • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
 • Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar
 • Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi

Tórshavn

 • Annika Olsen, borgarstjóri
 • Gunvør Balle, borgarfulltrúi
 • Heðin Mortensen, borgarfulltrúi