Stjórn Sorpu - Fundur nr. 283

Stjórn Sorpu

bs.
283. fundur.

Stjórnarfundur SORPU bs. á skrifstofu byggðasamlagsins mánudaginn 7.3.2011, kl. 7.30. Mættir eru: Oddný Sturludóttir, Páll Hilmarsson, Hjördís Jóna Gísladóttir, Bjarni Torfi Álfþórsson, Hafsteinn Karlsson, Herdís Sigurjónsdóttir og Margrét Gauja Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri Björn H. Halldórsson, yfirverkfræðingur Bjarni G. P. Hjarðar og skrifstofustjóri Sigríður B. Einarsdóttir. Borist hefur bréf frá Hafnarfjarðarbæ, dagsett 14. febrúar 2011, þar sem aðalmaður í stjórn SORPU bs. er skipaður Margrét Gauja Magnúsdóttir á nýjan leik og varamaður Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir.
Fundarritari Sigríður B. Einarsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Ársreikningur 2010
Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir ársreikning SORPU bs. fyrir árið 2010. Að auki samanburð rekstrarniðurstöðu 2008, 2009 og 2010, og samanburð áætlunar og rekstrar 2010. Ársreikningurinn ræddur.
Stjórn samþykkir ársreikninginn samhljóða og staðfestir.

2. Lóðamál vegna gas- og jarðgerðarlausnar
Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir minnisblað dagsett 3.mars 2011, varðandi lóðarumsókn fyrir gasgerðarstöð í Álfsnesi. Málið rætt.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að sækja um 2,5 ha lóð, á eða við núverandi athafnasvæði í Álfsnesi, til Reykjavíkurborgar.
Bókun frá Herdísi Sigurjónsdóttur fulltrúa Mosfellsbæjar:
Við samþykkt svæðisáætlunarinnar fyrir SV land 2009–2020 bókaði bæjarstjórn Mosfellsbæjar sérstaklega og vakti athygli á aukinni lyktarmengun frá urðunarstaðnum í Álfsnesi og tíðum kvörtunum frá íbúum bæjarfélagsins. Í bókun Mosfellsbæjar var einnig lögð áhersla á að jarðgerð og gasgerð verði sett í forgang í Álfsnesi og henni hrint í framkvæmd eins fljótt og kostur væri, til að draga úr lyktarmengun frá urðunarstaðnum gagnvart byggð í Mosfellsbæ. Mosfellsbær bókaði jafnframt að þótt litið væri á áframhaldandi starfsemi urðunarstaðarins í Álfsnesi sem mögulegan kost í framlagðri svæðisáætlun, þá yrði jafnframt áfram leitað að nýju framtíðarsvæði fyrir urðun úrgangs, þar sem áhrif á byggð í þéttbýli er minni. Álfsnes verði ekki urðunarstaður höfuðborgarsvæðisins um ókomna framtíð. Mosfellsbær hefur samþykkt að boða til fundar allar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til að ræða framtíð urðunarstaðarins í Álfsnesi og samvinnu sveitarfélaganna í úrgangsmálum. Því styður fulltrúi Mosfellsbæjar umsókn um 2,5 ha lóð fyrir gasgerðarstöð á eða við núverandi athafnasvæði í Álfsnesi fyrir gasgerðarstöð.

3. Handflokkun úrgangs - kostnaðaráætlun
Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir skýrslu um forathugun verkfræðistofunnar Mannvits á „ Handflokkun úrgangs“ útgefinni 3.mars 2011. Skýrslan rædd. Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir minnisblað dagsett 7.3.2011 varðandi flokkun heimilisúrgangs.
Stjórn samþykkir að í samráði við tæknimenn sveitarfélaga verði gerður heildstæður samanburður á litgreiningu og handflokkun úrgangs. Að auki verði gerður samanburður við kerfi sem byggist eingöngu á marghólfa sorpbílum þar sem ekki þarf sérstakar aðgerðir við móttöku flokkaðs úrgangs.

4. Erindi frá Sorpstöð Suðurlands bs.
Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir bréf frá Sorpstöð Suðurlands bs. dags. 4.3.2011 varðandi ósk um viðræður um mögulegt framtíðarsamstarf Sorpstöðvar Suðurlands bs. og SORPU bs.
Formaður stjórnar, varaformaður og framkvæmdastjóri munu funda með Sorpstöð Suðurlands bs.

5. Gæðakerfi SORPU bs.
Framkvæmdastjóri kynnir framvindu gæðavottunar á starfssemi byggðasamlagsins.
Stjórn kynntar og afhentar flokkunarreglur SORPU fyrir heimili og fyrirtæki.

6. Lokun endurvinnslustöðvarinnar á Kjalarnesi
Staðfesting hefur borist frá öllum aðildasveitarfélögum SORPU bs. nema Reykjavíkurborg, á því að þau samþykki ákvörðun stjórnar SORPU bs. sem fram kemur í rekstraráætlun endurvinnslustöðva fyrir árið 2011, að loka endurvinnslustöðinni á Kjalarnesi. Svörin sem borist hafa lögð fram. Málið rætt.
Lokun ekki framkvæmd fyrr en staðfesting hefur borist frá öllum sveitarfélögum.

7. Kæra Íslenska gámafélagsins ehf. til úrskurðarnefndar upplýsingamála
Framkvæmdastjóri leggur fram og kynnir: a) Bréf frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál dagsett 3.febrúar 2011, varðandi synjun SORPU bs um aðgang Íslenska Gámafélagsins að gögnum er varða breytingu á stofnsamþykkt SORPU bs. sem heimilar afsláttar- eða arðgreiðslu fyrirkomulag, eins og nánar er tilgreint í kæru. b) Svar SORPU bs. til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál dagsett 10. febrúar 2011.

8. Málmendurvinnsla í móttökustöð
Framkvæmdastjóri kynnir þróunarstarf í móttökustöðinni í Gufunesi á flokkun málma úr heimilissorpi. Sýnt myndband.

9. Tímasetning næsta stjórnarfundar
Næsti fundur stjórnar verður haldinn mánudaginn 4. apríl 2011 klukkan 7.30.

Fundi slitið klukkan 10.20

Oddný Sturludóttir Herdís Sigurjónsdóttir
Páll Hilmarsson Hafsteinn Karlsson
Bjarni Torfi Álfþórsson Hjördís Jóna Gísladóttir
Margrét Gauja Magnúsdóttir Björn H.Halldórsson
Bjarni Hjarðar Sigríður B.Einarsdóttir