Hverfisráð Árbæjar - Fundur nr. 19

Hverfisráð Árbæjar

Ár 2004, föstudaginn 10. september, var haldinn 19. fundur Hverfisráðs Árbæjar. Fundurinn var haldinn víðsvegar um hverfið en hófst við Ráðhús Reykjavíkur kl. 09:05. Viðstaddir voru Dagur B. Eggertsson, formaður, Rúnar Geirmundsson og Björn Gíslason. Gestir fundarins voru Ágústa Sveinbjörnsdóttir hverfisstjóri á skipulags- og byggingarsviði og Ólafur Ólafsson frá Gatnamálastofu. Jafnframt sótti fundinn Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, frá þróunar- og fjölskyldusviði, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Norðlingaholt.
Nýbyggingarsvæðið í Norðlingaholti skoðað.

2. Grafarholt.
Uppbyggingin í Grafarholti skoðuð og var Ingunnarskóli sem er á byggingarstigi skoðaður.

3. Ásinn í Hraunbænum.
Gengið var um nánasta umhverfi og voru gönguleiðir frá Ásnum að Árbæjarskóla kannaðar.

Fundi slitið kl. 11:15.

Dagur B. Eggertsson

Rúnar Geirmundsson Björn Gíslason