Heilbrigðisnefnd - eldri - 66. fundur

Heilbrigðisnefnd - eldri

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND REYKJAVÍKUR

Ár 2001, fimmtudaginn 22. mars kl. 12.00 var haldinn 66. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að Skúlatúni 2, 5. hæð. Fundinn sátu Sólveig Jónasdóttir, Jóhanna Þórdórsdóttir, Kolbeinn Proppé, Ragnheiður Héðinsdóttir, Ólafur F. Magnússon og Glúmur Björnsson. Enn fremur sátu fundinn Þórólfur Jónsson, Hjalti Guðmundsson, Oddur R. Hjartarson og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Heilbrigðismál:

1. Olíuslys í Örfirsey. Tekin fyrir á ný skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins. Hallur Árnason, Reykjavíkurhöfn kom á fundinn og lagði fram skýrslu um mengunaróhöpp árið 2000. Guðmundur B. Friðriksson, heilbrigðisfulltrúi kom á fundinn. Nefndin samþykkti svohljóðandi bókun með 4 atkvæðum gegn 2. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur álítur flutninga olíu með olíuflutningabílum um og gegnum borgina starfsemi, sem geti valdið umtalsverðri umhverfismengun. Á grundvelli 28. gr. l. nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir krefst nefndin þess að olíufélögin, Skeljungur og Olíudreifing, veiti nefndinni þær upplýsingar, sem farið var fram á í bréfi til félaganna dags. 11. janúar s.l. og á fundi með sömu aðilum. Í áðurnefndri grein laganna segir: ”Eftirlitsskyldum aðilum er skylt að veita allar upplýsingar, sem nauðsynlegar eru vegna eftirlits með framkvæmd laganna.” Lögin kveða m.a. á um mengunarvarnareftirlit, sem samkvæmt skilgreiningu tekur til eftirlits með þeim þáttum, sem eiga að fyrirbyggja eða draga úr mengun lofts, láðs eða lagar, eftirlits með eiturefnum og hættulegum efnum.

2. Könnun á rjómabollum Lögð fram skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins. Grímur Ólafsson, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn.

3. Starfsleyfiskilyrði Lögð fram starfsleyfisskilyrði fyrir meðalstórar fiskvinnslur, ásamt greinargerð. Sigurður Ásbjörnsson, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn. Nefndin samþykkti skilyrðin samhljóða með 5 atkvæðum. Glúmur Björnsson sat hjá.

4. Starfsleyfisskilyrði Lögð fram starfsleyfisskilyrði fyrir litlar fiskvinnslur ásamt greinargerð. Sigurður Ásbjörnsson, heilbrigðisfulltrúi, kom á fundinn. Nefndin samþykkti skilyrðin samhljóða með 5 atkvæðum. Glúmur Björnsson sat hjá.

5. Uppsögn á starfi heilbrigðisfulltrúa. Lagt fram bréf Guðmundar B. Friðrikssonar dags. 19. mars 2001. Guðmundi voru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar í nýju starfi.

6. Áminning skv. 26. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.l Lögð fram til kynningar.

7. Listar frá afgreiðslufundum.

8. Bréf Heilbrigðiseftirlitsins með umsóknum um hundaleyfi.

Umhverfismál:

9. Grafarholt, deiliskipulag og skilmálar austurhluta. Lagt fram bréf Borgarskipulags dags. 12. mars 2001, til kynningar.

10. Staðardagskrá 21. Lögð fram orðsending skrifstofu borgastjórnar dags. 7. mars 2001. 11. Nýting metangass á ökutæki í eigu Reykjavíkurborgar Lögð fram skýrsla dags. 27. febrúar 2001. Hjalti Guðmundsson kynnti efni skýrslunnar.

12. Framkvæmdir í miðbæ Reykjavíkur Kynning. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, kom á fundinn.

13. Vinnusvæði á Eiðinu milli lands og Geldinganess. Lagt fram bréf gatnamálastjóra dags. 15. mars 2001. Sigurður Skarphéðinsson, gatnamálastjóri, kom á fundinn. Nefndin samþykkti erindið samhljóða með 5 atkvæðum.

Fundi slitið kl. 13.55.

Sólveig Jónasdóttir
Kolbeinn Ó. Proppé
Jóhanna Þórdórsdóttir
Ólafur F. Magnússon
Glúmur Jón Björnsson
Ragnheiður Héðinsdóttir