Mariuborg Preschool

Preschool with a Nursery Division

Mariubaugur 3
113 Reykjavik

""

About the preschool

A five-division school for 106 children between the ages of 12 months and 6 years. Preschool Director: Gudny Hjalmarsdottir.

Leikskólinn Maríuborg

Viltu vita meira um  Maríuborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið

Hugmyndafræði

Gildi Maríuborgar eru leikur, samskipti og námsgleði

 

Hugmyndafræði okkar og einkunnarorð styðjast við kenningar John Dewey, Howard Gardner, William Damon og Daniel Goleman. Lögð er áhersla á að efla og örva leik barnanna, styðja við og kenna jákvæð samskipti og stuðla að námsgleði, forvitni og fróðleiksfýsn. Maríuborg er leikskóli á grænni grein með Grænfána og því er umhverfismennt, sjálfbærni og náttúruvernd stór þáttur í  skólastarfinu.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Maríuborgat? Í skólanámskrá Maríuborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Starfsáætlun fyrir námsárið 2022-2023 er í vinnslu

Hvað er framundan á Maríuborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Maríuborgar

Leikskólinn Maríuborg tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Construction

Portable housing was installed at the preschool in 2018, which accommodates study facilities for the oldest preschool children. That expansion was part of the Bridging the Gap development initiative, which aims to bridge the gap between parental leave and preschool.

Strákar að perla

Myndir frá Maríuborg