English translation
Hi! The English site is only a beta for now and still has many errors (especially in names and locations).
We are working hard to fix them and making more content available than ever before so expect constant updates.
Preschool with a Nursery Division
Hateigsvegur 31–33
105 Reykjavik
Leikskólinn Klambrar hóf starfssemi í maí 2002 og eru starfsmenn um 20 talsins. Leikskólinn er staðsettur á jarðhæð stúdentagarðanna austan Háteigskirkju og sunnan við Sjómannaskólann. Einu sinni hét Miklatún Klambratún eftir bóndabæ sem eitt sinn stóð þar. Leikskólinn er ekki á sama stað en nógu nálægt til þess að auðvelt sé fyrir börn og starfsfólk að nýta túnið til útiveru. Á Klömbrum eru 75 börn samtímis á fimm deildum. Deildirnar heita Dalur, Teigur, Tún, Holt og Hlíð.
Leikskólastjóri er Magnea G. Hafberg Sverrisdóttir
Viltu vita meira um Klambra? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Gildi Klambra eru gleði, vinátta og sköpun
Hugmyndafræði Klambra sem unnið er eftir kallast Klambraandinn og skiptist hann í þrjá liði sem eru Öryggi og traust, Starfsgleði og jákvæðni og svo Gagnrýnin og skapandi hugsun. Við bjóðum börnunum upp á leikefni sem gefur þeim tækifæri til þess að njóta meðfæddra hæfileika sinna til þess að skapa leikinn sjálf. Því er lítið um hefðbundin leikföng sem fela í sér fyrirframgefnar lausnir.
Starfsáætlun fyrir námsárið 2022-2023 er í vinnslu
Hvað er framundan á Klömbrum? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Ný skólanámskrá er í vinnslu
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Klambra? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Leikskólinn Klambrar tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.