The Green Plan

Illustration showing some of the Green Deal actions

The Green Plan is an outreach programme to the City of Reykjavik and lays the lines of funding, financing and green space for 10 years. The Green Plan is itself based on a clear and frequent vision of carbon ­is­object­free city­ar­sam­company.

Strong funding for green transport, green infrastructure, green neighbourhoods, green innovation and green jobs will play a key role in improving the quality of lifein the city and making Reykjavik an even better place to live and work.

""

Græn borg

Borg sem verður kolefnishlutlaus árið 2040.

""

Vaxandi borg

Borg sem setur grænan vöxt í forgang.

""

Borg fyrir fólk

Kraftmikið og fjölbreytt borgarsamfélag.

Heimsmarkmiðin

Framtíðarsýn og markmið Græna plansins styðja við innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Heimsmarkmiðin horfa til efnahags, samfélags og umhverfis líkt og Græna planið.

Heimsmarkmið 17 leggur ríka áherslu á samstarf til að ná fram markmiðunum líkt og Græna planið.

Innleiðing

Framtíðarsýn Græna plansins verður innleidd nánar á komandi misserum í nýjum og uppfærðum stefnum og aðgerðaáætlunum.

 

Á meðal lykilverkfæra Græna plansins er fjármálastefna til 10 ára, fjárhagsáætlun til fimm ára og fjárfestingaráætlun til 10 ára.

 

Þá verður sóknaráætlun yfir helstu áætlanir og aðgerðir í forgangi uppfærð til 1-2 ára í senn og framgangi hennar gerð skil í ársfjórðungsskýrslum Græna plansins.

Mælikvarðar

Til að mæla árangur Græna plansins innleiðir Reykjavíkurborg þrjá staðla frá alþjóðlegu samtökunum World Council on City Data (WCCD) sem mæla stöðu borga með tilliti til sjálfbærni. 

Staðlarnir samanstanda hver um sig af 60-150 mælikvörðum í 17 yfirflokkum sem stýra og mæla frammistöðu borga á hverju áherslusviði fyrir sig. 

Græna planið

Reykjavíkurborg

  • Ráðhús Reykjavíkur
  • Tjarnargata 11
  • 101 Reykjavík
  • Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara

Ef þú hefur ábendingar eða óskar eftir upplýsingum varðandi Græna planið getur þú sent okkur tölvupóst á netfangið graenaplanid@reykjavik.is eða hringt í síma 411 1111.