English translation
Hi! The English site is only a beta for now and still has many errors (especially in names and locations).
We are working hard to fix them and making more content available than ever before so expect constant updates.
Preschool with a Nursery Division
Vaettaborgir 11
112 Reykjavik
Leikskólinn Hulduheimar er byggður á verðlaunatillögu í samkeppni sem efnt var til af Reykjavíkurborg árið 1995 en leikskólinn var formlega opnaður í nóvember 1997. Starfsfólk er 25 talsins og geta um 77 börn dvalið þar samtímis á fjórum deildum. Deildirnar heita Sólskinsbær (3-4 ára), Álfhóll (ungbarnadeild), Sjónarhóll (5-6 ára) og Kardemommubær (4 ára).
Leikskólastjóri er Elín Rós Hansdóttir
Viltu vita meira um Hulduheima? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Gildi Hulduheima eru virðing, gleði og vinátta
Í Hulduheimum er unnið í anda Reggio Emilia en hugsuðurinn að baki hennar er sálfræðingurinn og kennarinn Loris Malaguzzi. Hann lagði ríka áherslu á að leikskólinn ætti að vera lifandi, í stöðugri þróun og staður þar sem hlúð væri að sköpunargáfu barnsins. Það sem heillaði við val á hugmyndafræði og að vilja vinna í anda Reggio er virðingin við barnið, lýðræðishugsun, sköpunarmáttur, hvað barnið er megnugt og skapandi í þekkingarleit sinni. Einnig er unnið eftir hugmyndafræði John Dewey um reynslu, áhuga og virkni sem og hugmyndafræði Diane Gossen um uppeldi til ábyrgðar og uppbyggingu sjálfsaga.
Hvað er framundan í Hulduheimum? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Hulduheima? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Leikskólinn Hulduheimar tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.