English translation
Hi! The English site is only a beta for now and still has many errors (especially in names and locations).
We are working hard to fix them and making more content available than ever before so expect constant updates.
Preschool with a Nursery Division
Fornhagi 8
107 Reykjavik
Hagaborg Preschool is a well-established preschool that operates in five divisions. It is home to an average of 100 children aged 1-6. The emphasis is on movement, language improvements, and free play as the most useful path to knowledge and universal development. The preschool is open until 5 pm.
Preschool Director: Erna Gudlaugsdottir
*Please note that project completion dates may change, as factors such as access to resources, the consequences of the pandemic, and global hostilities may affect the construction progress. Furthermore, recruitment may affect the timing regarding children's admission.
Viltu vita meira um Hagaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Gildi Hagaborgar eru vinátta, virðing og hugrekki
Hagaborg notast við hugmyndafræði John Dewey sem lagði áherslu á uppgötvunarnám barna og nauðsyn skapandi hugsunar. Þrjár hugmyndir Dewey eru leikskólastarfinu vegvísir: að börn læri með því að aðhafast (learning by doing), að markmið náms sé að gera börn áhugasöm um leitina að vitneskju og að kjarni lýðræðis liggi í einstaklingsbundnum viðhorfum til daglegrar samvinnu fólks. Hreyfing og læsi eru einnig veigamiklir áhersluþættir í starfi Hagaborgar og er notast við aðferðir "Leikur að læra" þar sem öll kennsla er hugsuð út frá þörfum barna til að leika, hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri.
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Hagaborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Hvað er framundan á Hagaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Hvenær eru starfsdagar í Hagaborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.
Leikskólinn Hagaborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Til stendur að reisa nýja deild við Hagaborg . Hún mun rúma 30 börn til viðbótar. Stefnt er að því að starfsemi í viðbótarhúsnæði hefjist á árinu 2022. Þær framkvæmdir eru liður í áætluninni Brúum bilið sem miðar að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.