Grandaborg Preschool

Preschool with a Nursery Division

Bodagrandi 9
107 Reykjavik

""

Um leikskólann

Leikskólinn Grandaborg hóf starfsemi sína í maí árið 1985 og þar starfa 25 manns. Stutt er í miðbæ Reykjavíkur þar sem er hægt að heimsækja endurnar á tjörninni sem og fleiri vettvangsferðir. Leikskólinn Grandaborg er fjögurra deilda leikskóli þar sem 75 börn geta stundað nám samtímis. Deildir leikskólans bera nöfn af nánasta umhverfi hans og kallast þær Fjöruvík, Klettavík, Skeljavík og Ölduvík. Opnunartími Garndaborgar er frá 07:45 til 16:30.

Leikskólastýra er Helena Jónsdóttir

 

Leikskólinn Grandaborg

Mixtúra vann myndbandið fyrir skóla- og frístundarsvið.

Hugmyndafræði

Einkunnarorð Grandaborgar er vinátta, samkennd og virðing. Í Grandaborg er unnið úr frá stefnu Heilsuleikskólans en markmiðum stefnunnar er að stuðla að jákvæðu viðhorfi gagnvart heilsusamlegum lífsstíl, hugmyndafræði John Dewey um reynslu, áhuga og virkni og þarfapíramída Abraham H. Maslow um þróun sjálfsmyndar.

Teikning af fjórum manneskjum sem halda á og horfa í gegnum ramma sem blöðrur eru bundnar við.

Foreldrasamstarf

Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Þjónustumiðstöð Grandaborgar

Leikskólinn Grandaborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Miðstöðvarnar eru í fjórum hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. 

Starfsáætlun og skólanámskrá

Hér má finna hlekki á skólanámskrá Grandaborgar ásamt  starfsáætlun fyrir 2022. Þar er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um starfsemi leikskólans.

Teikning af kennara að skoða skóladagatalið