Engjaborg Preschool

Preschool with a Nursery Division

Reyrengi 11
112 Reykjavik

""

Um leikskólann

Engjaborg var opnaður 1994 í Grafarvogi og þar starfa 20 manns. Í Engjaborg dvelja 71 barn á fjórum deildum. Yngstu bönin eru á Suðurengi, svo fara þau á Austurengi, þá á Norðurengi og elstu börnin eru á Vesturengi. Opnunartími Engjaborgar er frá 07:30 til 16:30.

  • Leikskólastýra er Pála Pálsdóttir

Hugmyndafræði

Gildi Engjaborgar eru vellíðan, virðing og sköpun. Starfað er í anda hugmyndafræði Reggio Emila. Í Reggio er litið svo á börn að sé hæf, megnug og skapandi en líka viðkvæm. Þau eru hvött til að hugsa og tjá sig með öllum sínum málum. Þegar barnið notar öll mál sín getur það gert tilraunir, skynjað og upplifað sama hlutinn á hundrað vegu.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Foreldrasamstarf

Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Þjónustumiðstöð Engjaborgar

Leikskólinn Engjaborg tilheyrir Austurmiðstöð. Miðstöðvarnar eru í fjórum hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar.

Starfsáætlun

Hér má finna hlekk á starfsáætlun Engjaborgar en þar er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um starfsemi leikskólans.

Strákar að perla