Blasalir Preschool

Preschool with a Nursery Division

Brekknaas 4
110 Reykjavik

""

Um leikskólann

Opnunartími Blásala er frá 07:30 til 16:30

Leikskólinn Blásalir var byggður árið 2000 og er staðsettur efst í Selásnum. Við hönnun skólans var haft að markmiði að gleðja barnsaugað og standa því sterkgulir pýramídar upp úr húsinu. Á leikskólanum starfa um 25 manns og þar dvelja 76 börn samtímis á fjórum deildum. Deildirnar bera litanöfnin gula-, bláa-, græna-, og rauða deild.

Leikskólastýra er: Margrét Elíasardóttir

 

Leikskólinn Blásalir

Erla Stefánsdóttir og Antonía Lárusdóttir unnu myndbandið fyrir skóla- og frístundarsvið Reykjavíkur.

Hugmyndafræði

Gildi leikskólans eru virðing, gleði, hreysti og sköpun

 

Uppeldisstefna leikskólans byggist á hugmyndafræði John Dewey sem er lýst á einfaldan hátt í einkunnarorðunum ,,learning by doing“ eða að læra í athöfn eða að læra af eigin reynslu. Lögð er áhersla á að efla virðingu fyrir einstaklingnum, sjálfshjálp, félagsfærni og snemmtæka íhlutun.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Foreldrasamstarf

Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Þjónustumiðstöð Blásala

Leikskólinn Blásalir tilheyrir Austurmiðstöð. Miðstöðvarnar eru í fjórum hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar.

Starfsáætlun og skólanámskrá

Hér má finna hlekki á skólanámskrá Blásala ásamt  starfsáætlun fyrir skólaárið 2021-2022. Þar er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um starfsemi Blásala.

Strákar að perla