Doktor Proktor og prumpuduftið | Reykjavíkurborg

Doktor Proktor og prumpuduftið

Í ár færir Oslóarborg borginni að gjöf norsku bíómyndina Doktor Proktor og prumpuduftið eftir bók Jo Nesbø, eins þekktasta glæpasagnahöfundar heims. Kvikmyndin hefur verið talsett á íslensku og verður sýnd tvisvar á dag í Tjarnarsalnum í Ráðhúsinu, klukkan 10.00 og 13.00 alla virka daga og um helgar klukkan 11.00 og 13.00. Sýningar á myndinni standa frá 3. desember til 30 desember nk. Aðgangur er ókeypis.

 

  • Lísa og Búi lenda í ótrúlegum ævintýrum

Í bíómyndinni kynnumst við Lísu sem er himinsæl þegar Búi flytur í hverfið og kynnir hana fyrir dularfullum nágranna þeirra, brjálaða prófessornum doktor Proktor. Nýjasta uppfinning hans, hið stórfenglega prumpuduft, verður til þess að þau þrjú bindast órjúfanlegum vinaböndum.

En við sögu koma líka feðgarnir fúlu Þröstur, Þrymur og herra Þráinn, eiturslangan Anna Konda og önnur dýr sem þú vildir óska að væru ekki til auk frönsku þokkadísarinnar Júlíettu Margarín. Ærslafengin bíómynd fyrir krakka sem hafa gaman af smáfreti.

Hér má sjá brot úr myndinni Doktor Proktor og prumpupúðrið.

Viðburður á Facebook

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 3 =