Dalskóli

Leikskóli

Úlfarsbraut 118–120
113 Reykjavík

""

Um leikskólann

Leikskólinn í Dalskóla er samrekinn með grunnskólanum og frístundastarfinu. Leikskólinn starfar í átta deildum þar sem dvelja að jafnaði 185 börn. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem skapandi starf er haft að leiðarljósi. Leikskólastarfið með elstu börnunum og grunnskólastarfið er samþætt í svokölluðum hringekjum og skapandi smiðjum og fléttast fagstarfið með árgöngum saman á marga vegu. 

Skólastjóri leikskólahluta er Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir

Framkvæmdir

Leikskólastarfið í Dalskóla fer fram í tveimur húsum. Eldra húsið var tekið í notkun veturinn 2010-1011 og þar eru sex deildir, þar af þrjár ungbarnadeildir. Í nýrri skólabyggingu er leikskólaálma þar sem starfsemi hófst á árinu 2020 fyrir 90 börn á aldrinum 4-6 ára. 

Stækkun leikskólahlutans var liður í framkvæmdaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. 

 

 

Strákar að perla