Dagþjálfun Vitatorgi

Fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma

Lindargata 59
101 Reykjavík

""

Um dagþjálfunina

Dagþjálfun á Vitatorgi er fyrir fólk sem hefur greinst með heilabilunarsjúkdóma. Þar er boðið upp á fjölbreyttar samverustundir, útiveru, vinnustofu, léttar leikfimiæfingar og ýmislegt fleira sem viðheldur athöfnum daglegs lífs. Lögð er áhersla á að hver einstaklingur njóti sín og finni til öryggis og vellíðunar. Hársnyrtistofa og fótaaðgerðastofa eru til staðar fyrir þau sem þess óska.

Notendur eru sóttir að morgni og ekið heim síðdegis. Hægt er að nýta sér þjónustuna frá einum og upp í fimm virka daga í viku.

Hvernig fæ ég pláss í dagþjálfun á Vitatorgi?

Til að geta fengið pláss á Vitatorgi þarftu að:

  • Vera með lögheimili í Reykjavík.
  • Vera með greiningu frá Minnismóttöku Landakots um sjúkdóm sem veldur heilabilun.

Hvernig er sótt um dagþjálfun á Vitatorgi?

Heilbrigðisstarfsfólk sækir um sérhæfða dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun þegar greining liggur fyrir. Umsóknin fer annars vegar til Minnismóttöku Landakots sem heldur utan um biðlista og hins vegar á Vitatorg eða á þá sérhæfðu dagþjálfun sem óskað er eftir plássi á.

Hvað gerist næst?

Þegar pláss losnar er hringt í aðstandanda og honum ásamt notanda boðið á kynningu á starfinu þar sem farið er yfir fyrirkomulag og þarfir notandans.

Hvað kostar að vera í dagþjálfun á Vitatorgi?

Vistunargjöld eru 1.281 kr. á dag sem notandi greiðir sjálfur.