Byggingarsvæði eftir skipulagsflokkum | Reykjavíkurborg

Byggingarsvæði eftir skipulagsflokkum

Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 eru skilgreindir hátt í 60 byggingarreitir þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þá er einvörðungu verið að tala um reiti sem gera ráð fyrir fleiri en 50 almennum íbúðum. Til viðbótar við þessa reiti eru fjölmargir smærri reitir sem gera ráð fyrir minniháttar fjölgun íbúða. Auk þess er ávallt til skoðunar að skilgreina fleiri byggingarreiti í aðalskipulaginu, með 50 íbúðum eða fleiri, og breyta þá aðalskipulaginu í þá veru.

Hér að ofan er yfirlit helstu byggingarsvæða sem verða í uppbyggingu á næstu árum.

Yfirlit allra helstu byggingarsvæða fyrir íbúðarhúsnæði 

Í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar (mars 2018) er uppbyggingunni framundan skipt í fjóra flokka:

1.       Byggingarsvæði á framkvæmdastigi – 3.697 íbúðir

2.       Samþykkt deiliskipulag – 3.807 íbúðir

3.       Svæði í  skipulagsferli  –  6.445 íbúðir

4.       Þróunarsvæði í skoðun/undirbúningi – 5.505 íbúðir

Alls 19.454 íbúðir. Þessi talning nær aðeins til svæða sem telja 20 eða fleiri íbúðir.

Í því skyni að auka framboð á lóðum til þess að stuðla að jafnvægi á húsnæðismarkaði undirrituðu þann 2. júní 2017 fjármála- og efnahagsráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóðum og löndum í Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða í umráðum ríkisins. Komist allar spildur í uppbyggingu er heildarumfang yfirlýsingarinnar um það bil 1.100 íbúðir, auk mögulegrar uppbyggingar til viðbótar við núverandi áætlanir í landi Keldna sem gæti að lágmarki bætt við um 900 íbúðum.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 1 =