Byggingarréttur atvinnuhúsnæðis á Hlíðarenda - Haukahlíð 4 | Reykjavíkurborg

Byggingarréttur atvinnuhúsnæðis á Hlíðarenda - Haukahlíð 4

Lóðin er tekin úr sölu vegna þróunarverkefnis - uppfært 21. mars 2018

Til sölu er byggingarréttur fyrir atvinnuhúsnæði að Haukahlíð 4 (Lóð G í skipulagi).  Heimilt er að byggja allt að 17.500 m² atvinnuhúsnæði á 3-4 hæðum, auk bílgeymslu í kjöllurum.  Verð lóðar er 1.800 milljónir króna.  

Vefsíða uppfærð 21. mars 2018

  • Hlíðarendi
  • Staðsetning lóðar á Hlíðarendasvæðinu
  • Staðsetning lóðar á Hlíðarendasvæðinu

Lóðin er byggingarhæf og lóðarhafa ber að taka þátt í lóðarfélagi annarra lóðarhafa á Hlíðarendasvæðinu vegna sameiginlegs kostnaðar við framkvæmdir sem fellur til eftir úthlutun lóðarinnar. 

Fylla út umsókn > Opna umsóknareyðublað

Fjórða hæðin má þekja allt að 50% af flatamáli 3.hæðar. Jarðhæð er inndregin um 150 cm á suður-og vesturhlið reits. Heimilt er að byggja svalir og útbyggingar á 30% hverrar hliðar út um 100 cm til að brjóta upp hliðar, að öðru leyti eru svalir innan reits. Þök skulu samkvæmt skipulagi vera grasi lögð og flöt, að hámarki 5°. Öll bílastæði (1 á hverja 100 m²) skulu vera innan lóðar. Gera má ráð fyrir tveggja hæða bílgeymslukjallara. Bílastæði á borgarlandi eru samsíða stæði í götu. Athuga skal að hæðarmunur í lóð getur verið 1-2 m og skal bygging stallast í takt við það. Staðsetning innkeyrslu í bílgeymslu er frjáls.

 

Tengd skjöl:

Tengt efni:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 16 =