Áður en sótt er um byggingarleyfi

Áður en farið er í framkvæmdir er gott að athuga hvort sækja þurfi um byggingarleyfi, til dæmis með því að senda inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa. Það margborgar sig líka að byrja snemma að tala við fagaðila (hönnuð) til að fá ráðleggingar og aðstoð vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Hvenær þarf byggingarleyfi?

Almenna reglan er sú að sækja þarf um byggingarleyfi fyrir öllum nýjum byggingum, viðbyggingum og breytingum á útliti, burðarkerfi og lagnakerfum. Það þarf líka byggingarleyfi til að rífa eða flytja byggingar.

Hvenær þarf ekki byggingarleyfi?

Undanþegið byggingarleyfi eru ýmsar minniháttar framkvæmdir. 

Dæmi:

  • Almennt viðhald innan- og utanhúss
  • Viðhald lóða, girðinga, bílastæða og innkeyrslna
  • Pallar og heitir pottar
  • Skjólveggir og girðingar upp að ákveðnum mörkum
  • Smáhýsi allt að 15m2 að stærðalmennt viðhald innan- og utanhúss

Fyrirspurnir til byggingarfulltrúa

Húseigendur eða lóðarhafar geta sent inn formlega fyrirspurn áður en hönnun hefst til að kanna hvort að það sé líklegt að byggingarleyfi fáist fyrir framkvæmdinni. Fyrirspurn þurfa ekki að fylgja lokauppdrættir sem sparar hönnunarkostnað ef í ljóskemur að framkvæmdin samræmist ekki lögum og reglum.

 

Fyrirspurnir til byggingarfulltrúa eru orðnar stafrænar á Mínum síðum og er reynt að svara öllum fyrirspurnum eða beina í réttan farveg eins fljótt og koster er.

 

Athugið að svar við fyrirspurn gefur ekki leyfi til framkvæmda. Til þess þarf í flestum tilfellum að sækja um byggingarleyfi.

Hverjir geta sótt um byggingarleyfi?

Húseigendur og lóðarhafar, eða hönnunarstjóri í umboði þeirra, geta sótt um byggingarleyfi. Athugið að húseigendum ber skylda til að ráða löggiltan hönnunarstjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á því að hönnunargögn séu til staðar og á réttu formi. Hönnunarstjóri er yfirleitt sá aðili sem annast öll samskipti við embætti byggingarfulltrúa þegar sótt er um byggingarleyfi.

Getum við aðstoðað?

Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Fyrirspurnir og ábendingar má senda á netfang byggingarfulltrúa: byggingarfulltrui@reykjavik.is