Brákarborg Klöpp

Leikskóli

Kleppsvegur 150-152
105 Reykjavík

Leikskóli við Kleppsveg

Um leikskólann

Opnunartími er frá 7:30 til 16:30.

Nýr leikskóli við Kleppsveg 150-152, Brákarborg Klöpp opnaði síðsumars 2022. Deildirnar sex á leikskólanum heita Dalur, Dyngja, Hlíð, Holt, Laut og Lundur.

Leikskólastjóri í Brákarborg er Sólrún Óskarsdóttir

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi.