Eva H. Baldursdóttir er fædd í Reykjavík 16. júní árið 1982 og ólst upp í gamla Vesturbænum og miðbæ. Hún býr nú í Hlíðunum. Foreldrar hennar eru Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, leikkona og síðar hjúkrunarfræðingur, sem bæði eru komin á eftirlaun. Systur eru þær Katrín H. Baldursdóttir, atvinnulífsfélagsfræðingur og Ljósbrá H. Baldursdóttir, endurskoðandi. Maki er Benedikt Skúlason lögfræðingur, og eiga þau einn son fæddan 2014.
Héraðsdómslögmannsréttindi.
Mag. Jur í lögfræði frá Háskóla Íslands.
BA í lögfræði frá Háskóla Íslands.
Diploma í spænskum fræðum frá Háskólanum í Barcelona.
Stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
2012-(nú) Fjármála- og efnahagsráðuneytið, lögfræðingur (upprunalega efnahags- og viðskiptaráðuneytið).
2011-2012 Utanríkisráðuneytið.
2011 Stjórnlagaráð.
2010 Stjórnlaganefnd.
2009 EFTA dómstólinn, starfsnám.
2008-2009 LOGOS lögmannsþjónusta, laganemi og síðar fulltrúi.
2006-2007 Icelandair, flugfreyja.
2003-2006 Reykjavik Hotels, móttökustarfsmaður.
Eva hefur ritað fjöldann allan af greinum um þjóðfélagsmál í blöð og ýmis veftímarit þ.m.t á vefinn politik.is, vefritid.is, um jafnréttismál, stjórnarskrá, laugar í Reykjavík, frístundir og skatta- og efnahagsmál.
2013-(nú) Fulltrúaráð Samfylkingarinnar.
2012-(nú) Varaformaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, ritstjórn ffj.is.
2012 Starfsmannafélagið Skúli.
Verkefnastjóri fyrir Landsfund Samfylkingarinnar 2012, ýmis þátttaka í nefndum á vegum Samfylkingarinnar.
2009-2011 Miðstjórn Ungra Jafnaðarmanna.
2007-2008 Stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Formaður IceMUN - Iceland Model United Nations 2006-2007, margskonar þátttaka í Mun´s erlendis.
2006-2007 Ritstjórn Gríms Geitskós, tímarits laganema.
Ritstjóri Kroniku, blaðs stúdenta við Fjölbraut við Ármúla.