Barnaverndarnefnd

""

Barnaverndarnefnd starfar skv. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. einnig samþykkt fyrir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sem staðfest var í borgarstjórn 4. apríl 2002, með breytingum staðfestum 20. desember 2005 og 20. desember 2007.

Barnaverndarnefnd starfar skv. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. einnig samþykkt fyrir Barnaverndarnefnd Reykjavíkur sem staðfest var í borgarstjórn 4. apríl 2002, með breytingum staðfestum 20. desember 2005 og 20. desember 2007.

Samkvæmt 12. gr. barnaverndarlaga er hlutverk barnaverndarnefnda að kanna aðbúnað, hátterni og uppeldisskilyrði barna og meta sem fyrst þarfir þeirra sem ætla má að búi við óviðunandi aðstæður, sæti illri meðferð eða eigi í alvarlegum félagslegum erfiðleikum. Barnaverndarnefndir skulu beita þeim úrræðum sem best eiga við hverju sinni og heppilegust þykja til að tryggja hagsmuni og velferð barns. Þá fara þær með úrskurðarvald á nánar tilgreindum sviðum og eiga sóknaraðild í tilteknum málum fyrir dómstólum.

Nefndin er svo skipuð að í henni eiga sæti fimm fulltrúar sem eru kosnir af borgarstjórn og jafnmargir til vara. Borgarstjórn kýs formann nefndarinnar og skal hann vera lögfræðingur. Nefndin skiptir að öðru leyti með sér verkum. Kjörtímabil nefndarinnar er hið sama og borgarstjórnar.

Nefndin heldur að jafnaði fundi tvisvar í mánuði. Fella má niður fundi í allt að tvo mánuði að sumarlagi. Aðsetur barnaverndarnefndar er hjá Barnavernd Reykjavíkur í Borgartúni 12-14.

Tómas Hrafn Sveinsson var kjörinn formaður nefndarinnar á fundi borgarráðs 28. júní 2018.