Heimurinn er hér | Reykjavíkurborg

Heimurinn er hér

Stefna Reykjavíkurborgar um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf tók gildi 2014 og hefur innleiðingu stefnunnar miðað nokkuð vel. Stöðuskýrslu um innleiðinguna var skilað vorið 2016 til skóla og frístundaráðs en þar er að finna upplýsingar um þau verkefni og verkferla sem þegar hafa verið innleiddir. Á bls. 18-25 í Heimurinn er hér er að finna fjölmargar hugmyndir, verkefni og leiðir til að vinna með fjölmenningarlegt skólastarf.  Aðferðirnar tengjast beint stoðunum þremur sem fjölmenningarstefnan byggir á; Fjölbreyttir kennslu- og starfshættir, íslenska sem annað mál og virkt tvítyngi og foreldrasamstarf.