Fjölmenningarlegt leikskólastarf | Reykjavíkurborg

Fjölmenningarlegt leikskólastarf

Mikilvægt er að leikskólastarf í nútíma samfélagi endurspegli þann margbreytileika mannlífs sem þar er alla daga ársins. Fjölmenningarlegt leikskólastarf tekur mið af því að enginn er eins en allir geta verið með á sínum forsendum. Í því felst meðal annars að:

 • Styrkleikur samfélagsins felst í fjölbreytni, það er í lagi að vera ólíkur öðrum. 
 • Nám, kennsla og samskipti eru án fordóma. 
 • Starfsfólk leikskóla vinnur með eigin viðhorf  
 • Starfsfólk fer fjölbreyttar leiðir í samskiptum við fjölskyldur og fjölbreytt  fjölskylduform eru viðurkennd 
 • Það er borin virðing fyrir öllum. 
 • Börn læra um heimamenningu hvers annars. 
 • Lögð er áhersla á að efla samvinnu og samkennd í barnahópnum. 
 • Leitast er við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd allra barna þannig að þau geti sýnt styrkleika sinn og þekkingu. 
 • Leikefni og umhverfi barnanna sýnir fjölbreytni í allri sinni mynd. 
 • Unnið er með ólík tungumál og ritmál. 
 • Kennarar þekkja leiðir til að kenna íslensku sem annað mál.

Hugmyndafræðin sem liggur til grundvallar efni á þessum vef er að mestu ættuð frá Bretlandi og Bandaríkjunum. 

Stefna Reykjavíkurborgar um fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf - Heimurinn er hér. 

Tungumálatorgið
Tungumálatorgið er vettvangur á neti, tengdur námi og kennslu tungumála og fjölmenningarlegu skólastarfi. Það er vettvangur allra skóla- og fræðslustofnana og hefur því þýðingu fyrir fjölmenna hópa tungumálakennara, skólastjórnenda,foreldra og nemenda.

Vefir og netsamfélög eru öllum að kostnaðarlausu og efni sem birt er á Tungumálatorginu hafa höfundarétthafar gefið leyfi til að sé notað samkvæmt ákvæðum Creative

Fordómapróf
Í þessu skjali er að finna efni sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur lét útbúa. Efnið má nota með starfsfólki leikskóla þegar unnið er með viðhorf og samskipti.