Aðventan í miðborginni | Reykjavíkurborg

Aðventan í miðborginni

  • ""

Dagskráin á aðventunni

 
3. desember
Ljósin á Oslóartrénu verða tendruð kl.16.00 fyrsta sunnudag í aðventu þann 3. desember nk. við hátíðlega athöfn á Austurvelli. 
Svala og Friðrik Ómar flytja falleg jólalög ásamt hljómsveit. Einnig munu jólasveinar stelast í bæinn og syngja og skemmta kátum krökkum. 
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólatónlist frá kl.15.30. Kynnir er Katla Margrét Þorgeirsdóttir og verður dagskráin túlkuð á táknmáli. Rauði Krossinn verður með sölu á heitu kakói til að verma kalda kroppa. Tendrun jólatrésins markar upphaf jólaborgarinnar Reykjavíkur en tréð verður sótt í norska lundinn í Heiðmörk.  Þetta er í 66. skipti sem kveikt er á trénu og minnir sem fyrr á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar. Gleðilega hátíð!

Þorláksmessa
Það verður margt um að vera víðsvegar um miðborgina á milli kl. 16-22. Jólasveinar, Grýla og Leppalúði, Ævintýrapersónur og sönghópar munu bregða á leik og skjóta upp kollinum, flytja jólalög og skemmta börnum og fullorðnum.

Skautasvell á Ingólfstorgi

Aðventugleði í Hörpu

Jólin í Listasafni Reykjavíkur

Jólaskógur í Ráðhúsinu

Jólin í Norræna húsinu

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 1 =