Aðventan í miðborginni

  • ""

Fjölbreytt dagskrá í miðborginni alla laugardaga í desember. Jólasveinar fara á stjá, Langleggur og Skjóða heimsækja Ráðhúsið og skemmta kátum krökkum, kórar skjóta upp kollunum hér og þar um borgina. Ævintýrapersónur verða kreiki með óvænta jólaviðburði.
10. desember er opið í verslunum í miðbænum til kl. 22.  Eftir 14. desember er opið til kl. 22 í verslunum í miðborginni.

Dagskráin á aðventunni
 
3. desember
Kveikt verður á jólaljósum Oslóartrésins á Austurvelli sunnudaginn 3. desember kl. 16 og markar það upphaf jólaborgarinnar Reykjavíkur en tréð verður sótt í norska lundinn í Heiðmörk.  Þetta er í 65. skipti sem kveikt er á trénu og minnir sem fyrr á áratuga vinasamband Reykjavíkur og Oslóarborgar.

9. desember
Á milli kl. 14-16 verða jólasveinar og ævintýrapersónur á vappi hér og þar í miðborginni.
Jólabjöllur flytja jólalög víðsvegar um miðborgina á milli kl. 15.30-17.30 allt frá Hallgrímskirkju niður á Lækjatorg.

16. desember
Á milli kl. 14-16 verða jólasveinar og ævintýrapersónur á vappi hér og þar í miðborginni.
Jólabjöllur flytja jólalög víðsvegar um miðborgina á milli kl. 14-16 allt frá Hallgrímskirkju niður á Lækjatorg.

Þorláksmessa
Það verður margt um að vera víðsvegar um miðborgina á milli kl. 16-22. Jólasveinar, Grýla og Leppalúði, Ævintýrapersónur og sönghópar munu bregða á leik og skjóta upp kollinum, flytja jólalög og skemmta börnum og fullorðnum.

 

 

 

 Jólavættir

Skautasvell á Ingólfstorgi

Aðventugleði í Hörpu

Jólin í Listasafni Reykjavíkur

Jólaskógur í Ráðhúsinu

Jólin í Norræna húsinu

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =