Aðgengismál
Aðgengi fyrir öll: Með aðgengi fyrir öll er átt við að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun mannvirkja á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr mannvirkjum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. í eldsvoða.
Algild hönnun: Hönnun framleiðsluvara, umhverfis, áætlana og þjónustu sem allir geta nýtt sér, að því marki sem aðstæður leyfa, án þess að koma þurfi til sérstök útfærsla eða hönnun. Algild hönnun útilokar ekki hjálpartæki fyrir fatlað fólk sé þeirra þörf. (Húsnæðis- og mannvirkjastofnun).
Stafrænt aðgengi: Vefsíður og stafræn þjónusta, aðgangur að upplýsingum og framsetning þeirra séu með þeim hætti að fatlað fólk geti nálgast og nýtt sér þær.
Ablismi: Rótgrónar hugmyndir um hinn venjulega rétta líkama og sál setur fatlað fólk í ákveðið samhengi sem vekja efasemdir um hvort það eigi erindi inn á ákveðinn vettvang. Það hefur áhrif á aðgengi og möguleika fatlaðs fólks til dæmis á vinnumarkaði.
Ýmislegt
Gátlistar
Stefnur Reykjavíkurborgar
Aðgengi í sundlaugum Reykjavikur
- Sundlaugar í Reykjavík og aðgengi