Að vinna í leikskóla | Reykjavíkurborg

Að vinna í leikskóla

Leikskólar
81
Börn
7000
Starfsmenn
1500
Reiðhjól
650

Við leitum eftir skapandi og áhugasömu fólki með margvíslega menntun, reynslu og þekkingu sem hefur áhuga á að vinna með ungum börnum. Leikskólalífið er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi og enginn dagur er eins en á hverjum degi getum við sameinast um að gera heiminn betri fyrir ung börn.

Í leikskólum borgarinnar leika og læra börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar er dýrmætur grunnur lagður að þekkingu og þroska barna. Námssvið leikskólans eru læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning.

Í boði er:

 • Áhugavert starf
 • Mismunandi starfshlutfall
 • Heilsuræktarstyrkur
 • S-Kort sem veitir starfsmanni aðgang að sundstöðum borgarinnar
 • Menningarkort sem er árskort í söfn Reykjavíkurborgar og Borgarbókasafnið
 • Samgöngusamningur
 • Forgangur og afsláttur af vistunargjöldum í leikskóla Reykjavíkur fyrir starfsmenn sem búa í Reykjavík
 • Fæði

Við leggjum áherslu á:

 • Að skapa áhugavert og hvetjandi vinnuumhverfi
 • Að starfið veiti mjög góða reynslu fyrir fólk sem hefur áhuga á samskiptum, uppeldi og skapandi starfi
 • Að allir starfsmenn fái að njóta sín í starfi

Mismunandi stefnur og áherslur er að finna í leikskólum Reykjavíkur. Sem dæmi má nefna ungbarnaleikskóla, fjölmenningarlega leikskóla, sértæka leikskóla, heilsueflandi leikskóla og leikskóla sem leggja áherslu á umhverfisvernd. Hver og einn ætti því að geta fundið starf sem kemur til móts við áhugasvið eða sérsvið hvers og eins. Nánari upplýsingar um stefnur og áherslur er að finna á vefsíðum leikskólanna.

Í boði eru störf í öllum hverfum. Hægt er að sækja um störf hér í gegnum síðuna eða með því að hafa beint samband við sérhvern leikskóla.

Skoða leikskólana í Reykjavík.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 2 =