Að vinna í grunnskóla | Reykjavíkurborg

Að vinna í grunnskóla

Grunnskólar
36
Nemendur
14.000

Við leitum eftir faglegu og áhugasömu fólki með margvíslega menntun, reynslu og þekkingu sem hefur áhuga á að vinna með börnum og unglingum. Í grunnskólum Reykjavíkur er að finna margvísleg störf t.d. kennara, stuðningsfulltúra, skólaliða o.s.frv. Allur starfsmannahópurinn vinnur saman að því markmiði að börnunum líði vel í skólanum, að þeim fari stöðugt fram og að þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Í boði er:

  • Faglegt starf
  • Mismunandi starfshlutfall
  • Heilsuræktarstyrkur
  • S-Kort sem veitir starfsmanni aðgang að sundstöðum borgarinnar
  • Menningarkort sem er árskort í söfn Reykjavíkurborgar og Borgarbókasafnið
  • Samgöngusamningur

Við leggjum áherslu á:

  • Að skapa faglegt og hvetjandi vinnuumhverfi
  • Að starfið veiti mjög góða reynslu fyrir fólk sem hefur áhuga á samskiptum, uppeldi og skapandi starfi
  • Að allir starfsmenn fái að njóta sín í starfi

Í boði eru störf í öllum hverfum. Hægt er að sækja um störf hér í gegnum síðuna eða með því að hafa beint samband við viðkomandi leikskóla.

Grunnskólar í Reykjavík.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 9 =