Að vinna í frístundamiðstöð | Reykjavíkurborg

Að vinna í frístundamiðstöð

Við leitum eftir að góðu og skapandi fólki með margvísleg áhugamál, reynslu og bakgrunn. Fólki sem hefur brennandi áhuga á að vinna með börnum og unglingum og móta með þeim fjölbreytt og skemmtilegt frístundastarf.

Í Reykjavík eru 5 frístundamiðstöðvar og sjá þær um starfsemi félagsmiðsmiðstöðva og frístundaheimila.
Frístundaheimilin eru starfrækt við alla grunnskóla Reykjavíkurborgar. Þar er 6-9 ára börnum boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Við leitum eftir fólki sem getur tekið þátt í að stýra starfi með 6-9 ára börnum á eftirfarandi sviðum: 

 • List- og verkgreinum, s.s. tónlist, myndlist, leiklist, smíði, textí
 • Íþróttum og leikjum, s.s. útileikjum, innileikjum
 • Útivist og umhverfismennt, s.s. göngutúrar, náttúruskoðun
 • Barnalýðræði og lífsleikni, s.s. hópastarf, barnafundir, lesa sögur, vinátta og samvera

Félagmiðstöðvarnar eru 24 í Reykjavík og þar er boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10-16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.

Í fjórum félagsmiðstöðvum er boðið upp á sértækt starf fyrir fötluð börn og unglinga. Þangað sækja 10-16 ára börn og unglingar frístundastarf eftir skóla.

Í boði er:

 • Skemmtilegt starf
 • Sveigjanlegur vinnutími
 • Heilsuræktarstyrkur
 • S-Kort sem veitir starfsmanni aðgang að sundstöðum borgarinnar
 • Menningarkort sem er árskort í söfn Reykjavíkurborgar og Borgarbókasafnið
 • Samgöngusamningur

Við leggjum áherslu á:

 • Að skapa skemmtilegt og hvetjandi vinnuumhverfi
 • Að starfið veiti mjög góða reynslu fyrir fólk sem hefur áhuga á samskiptum, uppeldi og skapandi starfi
 • Að allir starfsmenn fái að njóta sín í starfi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 3 =