Viðmiðunar- og heilsuverndarmörk

Viðmiðunarmörk eru leyfileg hámarksgildi mengunar og flokkast í nokkrar tegundir eftir þeim kringumstæðum sem þau eiga við. Helstu viðmiðunarmörk eru heilsuverndarmörk en einnig eru gróðurverndarmörk sett í reglugerðum fyrir ákveðin efni.

Í töflu að neðan má sjá viðmiðunarmörk fyrir loftmengandi efni samkvæmt eftirfarandi reglugerðum:

  • Reglugerð nr. 920/2016 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu, styrk ósons við yfirborð jarðar og um upplýsingar til almennings.
  • Reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloft.
 
1) Mælt í þrjár klukkustundir samfleytt á stöðum sem eru dæmigerðir fyrir loftgæði á a.m.k. 100 km², eða á öllu svæðinu eða þéttbýlisstaðnum.
2) Daglegur hámarksmeðalstyrkur í átta klukkustundir er fundinn með því að skoða hlaupandi, átta klukkustunda meðaltöl, sem eru reiknuð út frá gögnum fyrir hverja klukkustund og uppfærð einu sinni á klukkustund. Hvert þannig reiknað átta klukkustunda meðaltal er fært á þann dag sem lok þess ber upp á, þ.e. fyrsta reikningstímabilið á tilteknum degi er tíminn frá kl. 17.00 deginum á undan fram til kl. 01.00 á þessum tiltekna degi, en síðasta reikningstímabilið á tilteknum degi er tíminn frá kl. 16:00 til kl. 24:00 á þeim degi.
3) Miðað er við hámark daglegra hlaupandi 24 klukkustunda meðaltala.
4) Daglegur hámarksmeðalstyrkur í átta klukkustundir skal fundinn með því að athuga hlaupandi meðaltal átta klukkustunda, sem er reiknað út frá gögnum fyrir hverja klukkustund og uppfært einu sinni á klukkustund. Hvert þannig reiknað átta klukkustunda meðaltal skal fært á þann dag sem lok þess ber upp á, þ.e. fyrsta reikningstímabilið á tilteknum degi er tíminn frá kl. 17.00 á deginum á undan fram til kl. 01.00 á þessum tiltekna degi; síðasta reikningstímabilið á tilteknum degi er tíminn frá kl. 16:00 til kl. 24:00 á þeim degi.
5) 25 dagar á almanaksári að meðaltali á þriggja ára tímabili.

 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Vinsamlegast hafið samband við Kristínu Lóu Ólafsdóttur, Svövu S. Steinarsdóttur eða Árnýju Sigurðardóttur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í síma

411-1111 ef þið hafið spurningar.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 8 =