Viðmiðunar- og heilsuverndarmörk

Viðmiðunarmörk eru leyfileg hámarksgildi mengunar og flokkast í nokkrar tegundir eftir þeim kringumstæðum sem þau eiga við. Helstu viðmiðunarmörk eru umhverfismörk sem í langflestum tilfellum eru sett vegna heilsuverndar, en í einstaka tilfelli fyrir gróðurvernd.

Í meðfylgjandi töflu má sjá viðmiðunarmörk fyrir loftmengandi efni samkvæmt eftirfarandi reglugerðum:

  • reglugerð nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings
  • reglugerð nr. 745/2003 um mælingar á styrk ósons við yfirborð jarðar
  • reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloft

Stjórnvöld munu á árinu 2013 innleiða tilskipun frá Evrópusambandinu um loftgæði. Í þeirri tilskipun má svifryk PM10 fara 35 skipti yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk (50 míkrógrömm/m3) í stað 7 skipta sem voru leiðbeinandi mörk í reglugerð nr. 251/2002.

Efni

Viðmiðunar
tími

Heilsuverndar
mörk

Gróðurverndar
mörk

Upplýsinga
mörk

Viðmiðunar
mörk

Fjöldi skipta
sem má fara
yfir mörk árlega

Köfnunarefnis-
díoxíð (NO2)
μg/m3
1 klst. 110 110   400 175
1 klst. 200     400 18
24 klst. 75       7
Vetur 30       0
Ár 30 30     0
Kolmónoxíð (CO)
mg/m3
1 klst. 20       175
  8 klst. 1) 6       21
  8 klst. 2) 10       0
Brennisteinsdíoxíð
(SO2)
μg/m3
1 klst. 350       24
  24 klst. 125     500 3
  24 klst. (50) 50     7
  Vetur   20     0
  Ár   20     0
Svifryk PM10
μg/m3
24 klst. 50       7 3)
  Ár 20       0
Brennisteinsvetni
(H2S)
μg/m3
3 klst.       50 4)  
  24 klst. 5) 50       5
  Ár 5       0
Óson (O3)*
μg/m3
1 klst.     180   240
  8 klst. 20       25 6)

1) Átta klukkustunda meðaltal er reiknað fjórum sinnum á sólarhring út frá klukkustundargildunum milli 00:00 og 08:00, 08:00 og 16:00, 12:00 og 20:00, 16:00 og 24:00.
2) Hæsta átta klukkustunda meðaltalsgildi hvers dags - færibreyta.
3) Stjórnvöld munu á árinu 2013 innleiða tilskipun frá Evrópusambandinu um loftgæði. Í þeirri tilskipun má svifryk PM10 fara 35 skipti yfir sólarhrings-heilsuverndarmörk (50 míkrógrömm/m3) í stað 7 skipta sem voru leiðbeinandi mörk í reglugerð nr. 251/2002.
4) Þann 1. júlí 2014 verða þriggja klst. tilkynningamörk miðuð við 50 míkrógrömm/m3.
5) Miðað er við hámark daglegra hlaupandi 24 klukkustunda meðaltala.  Þann 1. júlí 2014 má ekki fara yfir sólarhrings- heilsuverndarmörkin sem eru 50 míkrógrömm/m3.
6) 25 dagar á almanaksári að meðaltali á þriggja ára tímabili.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 18 =