Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Snjóruðningstækin eru af ýmsum stærðum og gerðum, allt eftir því hvar á að ryðja
21. október 2014
Allt tiltækt lið á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið úti í nótt að ryðja götur og salta – og verður að sjálfsögðu áfram þar til allar leiðir eru greiðar. Ræst var út klukkan hálf fjögur til að salta en svo snjóaði nokkuð samfellt frá klukkan fjögur til sex og þá var skipt yfir á ruðningstennur. 
19. október 2014
Vetrarfrí verða í grunnskólum borgarinnar frá 17. - 21. október. Margt verður í boði fyrir fjölskylduna þessa frídaga, hvort heldur í frístundamiðstöðvum eða menningarstofnunum og frítt verður fyrir fullorðna í fylgd með börnum inn á söfn borgarinnar.  
16. október 2014
Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögur starfshóps um notkun snjalltækja í skólastarfi. Lagt er til að við spjaldtölvuvæðingu grunnskólanna verði áhersla lögð á nemendur í sérkennslu, nemendur með íslensku sem annað mál og vel skilgreind þróunarverkefni.

Pages