Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

15. apríl 2014
Börn á leikskólanum Grandaborg heimsóttu félagsmiðstöðina Vesturreiti þann 9. apríl síðastliðinn
11. apríl 2014
Hvatningarverðlaun velferðarráðs voru afhent við hátíðlega athöfn 10.apríl að Droplaugarstöðum. Fram kom í máli formanns ráðsins, Bjarkar Vilhelmsdóttur, að mikill mannauður býr í faglegu og óeigingjörnu starfi starfsmanna velferðarsviðs.
Ánægja með nýja pottinn
11. apríl 2014
Í gær var tekinn í notkun nýr pottur í Vesturbæjarlaug. „Potturinn sameinar það besta í pottmenningunni í Reykjavík,“ segir Hafliði Halldórsson forstöðumaður Vesturbæjarlaugar.

Pages