Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

22. desember 2014
Frístundakortið
22. desember 2014
Nýtt tímabil Frístundakortsins á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar hefst 1. janúar. Frístundakortið tryggir hverju barni og unglingi í Reykjavík á aldrinum 6 til 18 ára styrk að upphæð 35 þúsund krónur til ráðstöfunar á árinu 2015. Frístundakortið hækkar úr 30 þúsund krónum eða um 16,7% á milli ára. Fimmtán þúsund börn nýttu Frístundakortið hjá 200 félögum.
22. desember 2014
Líkt og undanfarin ár verður þrettándabrenna við Ægisíðuna þann 6. janúar. Hátíðn hefst við KR - heimilið kl. 18, þar sem við sungin verða nokkur lög og eftir það verður gengið að brennunni við Ægisíðuna. Um kl. 18.30 verður kveikt í brennunni og flugeldasýning um kl. 18.45. Endilega fjölmennum og við biðjum ykkur vinsamlegast að fara varlega með skotelda í miklu margmenni, því þannig geta orðið slys á fólki.

Pages