Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

27. febrúar 2015
Gerð hefur verið samantekt um þá víðtæku þjónustu við börn sem veitt er á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Þar má einnig sjá hvernig þjónustan skiptist milli hverfa.   
Viðhaldsverkefni kalla á margar vinnufúsar hendur.
26. febrúar 2015
Reykjavíkurborg mun innan tíðar bjóða út ýmis stærri viðhaldsverkefni í fasteignum borgarinnar. Áætlunin var kynnt í borgarráði í dag. Verja á 800 milljónum króna til 355 verkefna í 170 fasteignum borgarinnar.  Þetta er annað árið í röð sem 800 milljónum er bætt við hefðbundið viðhald með sérstakri fjárveitingu á fjárfestingaáætlun.
Vorblóm við Reykjavíkurtjörn.
26. febrúar 2015
Talsvert fleiri konur en karlar tóku þátt í rafrænu íbúakosningunum Betri hverfi 2015. Hlutfall kvenna sem kaus er 56% á móti 44% karla og er mynstrið svipað í öllum hverfum borgarinnar. Þátttaka meðal kvenna á aldrinum 36 – 40 ára var áberandi mest í kosningunum samkvæmt tölfræði sem Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman eða 14%.

Pages