Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

28. maí 2015
Það var fín mæting þegar Hverfisráð Vesturbæjar hélt íbúafund miðvikudaginn 27. maí sl. þar sem íbúar í Vesturbæ gátu komið með tillögur af því hvernig þeir vildu sjá strætó keyra um hverfið sitt.  Eins og gefur að skilja voru margar hugmyndir ræddar og var unnið á borðum þar sem fólk gat teiknað inn sínar óskir um það hvernig það vildi sjá strætóaksturinn um Vesturbæinn.  Í frarmhaldi mun Hverfisráð Vesturbæjar vinna úr gögnunum sem settar voru á blað og koma þeim áleiðis til Strætó.
Borgin hyggst auka öryggi gangandi og hjólandi á 65 stöðum í borginni.
28. maí 2015
Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við gönguleiðir fyrir um 120 milljónir króna.
22. maí 2015
Miðvikudaginn 27. maí nk. kl. 20.00 - 21.30, verður opinn íbúafundur í umsjón Hverfisráðs Vesturbæjar þar sem ræða á um akstur strætó um Vesturbæinn.  Hvetjum sem flesta til að mæta og deila sinni reynslu og koma með tillögur um hvað er hægt að bæta og laga.

Pages