Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

29. ágúst 2014
Kóngsleikar velferðarsviðs sem skipulagðir voru af Þjónustumiðstöð Vesturbæjar fóru fram í Þjóðhátíðarlundinum í Heiðmörk á dögunum. Veður var gott, hlýtt og stillt, skýjað og örlítill úði í lokin. Á síðustu stundu kom í ljós að tvö lið forfölluðust, lið Barnaverndar og Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða. Þess má geta að þetta eru fyrstu leikarnir af þessari gerð innan sviðsins, en eru vonandi komnir til að vera.
Gröndalshús bíður flutnings á nýjan stað
18. ágúst 2014
Gröndalshús fær nýjan stað meðal annarra eldri húsa í Grjótaþorpinu að Vesturgötu 5b. Í þessari viku hefjast framkvæmdir á lóðinni, en steyptur verður kjallari undir húsið og er gert ráð fyrir að því verði lyft á nýjan stað fyrir lok árs. Í framhaldi verður gengið endanlega frá öllu ytra byrði hússins og lóð, en áætlað er að þeim framkvæmdum verði lokið í júní 2015.
Vesturbæjarlaug
15. ágúst 2014
Vesturbæjarlaug verður lokuð vegna framkvæmda frá mánudeginum 18. ágúst til og með föstudeginum  22. ágúst. 

Pages