Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Vesturbugt samkvæmt nýju deiliskipulagi. Mynd: Ask arkitektar
26. mars 2015
Borgarráð fjallaði í morgun um skýrslu starfshóps um Nýju Reykjavíkurhúsin sem ætlunin er að rísi m.a. í Vesturbugt og á Kirkjusandi.  Gert er ráð fyrir margbreytileika og hagstæðri félagslegri blöndun á báðum þessum byggingarreitum. Reykjavíkurborg  stefnir að því að hluti húsnæðisins sem rís á reitunum verði félagslegt og að minnsta kosti 80 íbúðir í Vesturbugt muni rísa eftir hugmyndum um nýju Reykjavíkurhúsin.  
24. mars 2015
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar – Vesturgarður tók ákvörðun um að taka græn skref  í átt að umhverfisvænni vinnustað haustið 2012. Sama ár var veitt viðurkenning fyrir fyrsta græna skrefið hjá starfsmönnum þjónustumiðstöðvarinnar.
24. mars 2015
Sýningin Nýmálað 2 verður opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 28. mars kl. 16 þar sem sýnd verða verk 60 listmálara. Þetta er annar hluti sýningarinnar Nýmálað en fyrri hluti hennar opnaði í Hafnarhúsinu í febrúar þar sem gefur að líta verk eftir 28 listamenn.    

Pages