Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

24. apríl 2015
Í dag kl. 14 opnar sýningin Hverfisfuglinn í Víkinni, Sjóminjasafninu og er hluti af Barnamenningarhátíð Reykjavíkur 2015. Sýningin er lokauppskera verkefnis um fuglalíf borgarinnar sem átján reykvískir leikskólar taka þátt í. Á sýningunni má sjá fjölbreyttan afrakstur af skapandi vinnu leikskólabarna þar sem hverfisfuglinn þeirra var viðfangsefnið. Sýningin er opin í dag til kl. 17 og bæði laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 17. Öll börn og þeir fullorðnir sem fylgja þeim sem koma á sýninguna fá frítt inn á Sjóminjasafnið.
23. apríl 2015
Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir alla fjölskylduna í öllum hverfum borgarinnar í dag, sumardaginn fyrsta.  Þá stendur Barnamenningarhátíð sem hæst með ævintýralegum viðburðum.   
Snyrting í miðborginni. Höfum borgina snyrtilega í sumar og göngum vel um.
22. apríl 2015
Vorhreinsun er komin á fullt skrið í borginni en byrjað er á því að sópa allar skilgreindar hjólaleiðir í Reykjavík þvert á borgarlandið. Næst eru algengustu gönguleiðir sópaðar í allri borginni. Þá verður farið hverfi úr hverfi með sópum og þvotti. Undanfarið hefur garðyrkjufólk borgarinnar unnið að runnaklippingum og snyrtingu runnabeða og teymi á vegum hverfastöðva hafa verið við ýmis konar snyrtingu í miðborginni. Allt miðar þetta að því að hafa Reykjavík fallega þegar sumarið gengur í garð.

Pages