Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrsey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Reykjavík
30. júní 2015
Alls sóttu 14 umsækjendur um stöðu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Umsóknarfrestur var til 24. júní sl. 
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Jóhanna Haraldsdóttir, sjósundkappi stilltu sér upp fyrir framan lífverðina í Nauthólsvík.
30. júní 2015
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa í vetur stundað sjósund í Nauthólsvík sér til heilsubótar. Sjósundið er liður í heilsueflingu meðal starfsmanna sem Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi og arkitekt hefur leitt. Markmiðið með heilsueflingunni er að hvetja starfsmenn til að hreyfa sig, fara í göngu, sjósund, skokka og huga að andlegri líðan.
Reykjavík
29. júní 2015
Nýtt svæðisskipuleg til 2040 tekur gildi.   Íbúum fjölgar um 70 þúsund.  Hollusta neysluvatns tryggð.  Nútíma borgarsamfélag mótað í nánu samstarfi sveitarfélaganna. Nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, hefur verið samþykkt í öllum sveitarstjórnum og staðfest af Skipulagsstofnun. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða.

Pages