Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Gríðarlegt magn af sandi sem þarf að fjarlægja af götum og stígum
21. maí 2015
Vinna við hreinsun gatna og gönguleiða gengur hægar en undanfarin ár vegna gríðarlegs  sandmagns á stéttum og stígum sem dreift var á gönguleiðir til hálkuvarna í vetur. 
Kassabílarallý á Ingólfstorgi. Það er ekkert smáræðis fjör á því.
21. maí 2015
Hið árlega kassabílarallý Frostaskjóls verður haldið á Ingólfstorgi á morgun, föstudaginn 22. maí kl. 14.30. Það verður sannkallað dúndurfjör á torginu og eru allir hvattir til að koma og fylgjast með í góða veðrinu.
19. maí 2015
Við þökkum öllum gestum  Vorhátíðarinnar  kærlega fyrir komuna! 

Pages