Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Hofsvallagata á fallegum sumardegi.
23. apríl 2014
Ráðgjafasvið KPMG hefur skilað skýrslu um íbúafund sem haldinn var á Hótel Sögu í mars um endurhönnun Hofsvallagötu.   Fjölmargar áhugaverðar hugmyndir komu frá íbúum á vinnufundinum þar sem íbúar skeggræddu ýmis atriði varðandi endurgerð götunnar.
Leikið við Gufunesbæ
23. apríl 2014
Sumardeginum fyrsta verður fagnað með margvíslegri skemmtun fyrir börn og fullorðna í hverfum borgarinnar, s.s. skrúðgöngum og hljóðfæraleik. 
Höfundar sýningastandanna
23. apríl 2014
Hugmyndaleit vegna sýningarstanda utanhúss lauk nýlega. Hildur Steinþórsdóttir og Kristrún Thors eru höfundar vinningstillögunnar og verður lokaútfærsla sýningarstandanna í þeirra höndum.  Standarnir verða smíðaðir í sumar og fyrsta útisýningin opnuð í kjölfarið.

Pages