Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Borgarstjóri og forstjóri Landspítala fengu hér hjólatúr í tilefni dagsins
19. september 2014
Í dag var uppskeruhátíð þeirra sem unnið hafa að vistvænum samgöngum og nokkrir voru heiðraðir fyrir frammistöðu sína.  Reykjavíkurborg veitir árlega samgönguviðurkenningu sína í tengslum við evrópska samgönguviku og afhenti borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, viðurkenningarnar síðdegis í dag.
18. september 2014
Víðast er trjágróður til prýði og ánægju, en þegar hann hefur vaxið út fyrir lóðarmörk getur hann skapað óþægindi og hindrað för vegfarenda.   
16. september 2014
Alþjóðlega samsýningin Myndun verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 20. september kl. 16. Sjö listamenn eiga verk á sýningunni: Tomas Saraceno frá Argentínu, Ernesto Neto frá Brasilíu, Ragna Róbertsdóttir frá Íslandi, Mona Hatoum frá Líbanon, Monika Grzymala frá Póllandi og Ryuji Nakamura og Rintaro Hara frá Japan.  Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson opnar sýninguna. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir.

Pages