Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrsey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Grenndarstöð við Arnarbakka.
2. september 2015
Þjónusta við grenndargáma í Reykjavík er nú í útboði. Stefnt er að því að nýtt og betra kerfi taki við í febrúar 2016.  Á meðan beðið er niðurstöðu útboðs verður skipt um gáma á grenndarstöðvunum fyrir pappír og plast. Einhver röskun á þjónustunni kann að verða í þessu millibilsástandi og eru notendur beðnir um að sýna því skilning. Allar ábendingar frá íbúum eru vel þegnar en þær er hægt að senda á sorphirda@reykjavik.is eða með því að hringja í 411 1111.        
28. ágúst 2015
Hverfisráð Vesturbæjar auglýsir hér eftir áhugasömum einstaklingum, stofnunum og félagasamtökum til að sækja um í sjóð ráðsins, en Hverfisráðið mun úthluta að hámarki 200.000 kr. þann 1. nóvember 2015.
Reykjavík
26. ágúst 2015
Í ágúst á hverju ári eru veittar viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum og fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir.    

Pages