Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfirisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Miðborg Reykjavíkur er litrík/ ljósmynd Gunnar Hersveinn
9. október 2015
Ferðamannamiðborgin verður til umræðu í fundarröð sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs 13. október klukkan 20:00 á Kjarvalsstöðum á Klambratúni. Er miðborgin fyrir ferðamenn, íbúa eða alla?
Fjölmargir nýir hjólastígar hafa verið lagðir undanfarin ár og áfram verður haldið á sömu braut
7. október 2015
Ný hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík var samþykkt á fundi borgarstjórnar í gær.  Í henni eru sett fram markmið sem miða að því að auðvelda sem flestum að nýta sér hjólreiðar sem alvöru samgönguvalkost. Markmið eru mælanleg til að hægt verði að fylgjast með árangri áætlunarinnar.
Gengið um skógarstíg í Reykjavík
28. september 2015
Starfsmenn Reykjavíkurborgar fara nú um borgina og skoða hvar trjágróður vex inn á stíga og götur. Gróður sem tilheyrir borginni er klipptur og eigendur garða þar sem trjágróður vex út fyrir lóðarmörk eru látnir vita.   

Pages