Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

Einarsnes 62
24. nóvember 2014
Reykjavíkurborg býður byggingarrétt fyrir flutningshús á tveimur lóðum í grónum hverfum, við Þrastargötu og Einarsnes. Gerð er sú krafa að hús sem sótt er um að flytja á þessar lóðir falli vel að umhverfinu og séu í svipaðri stærð og nærliggjandi hús.
18. nóvember 2014
Starfið í frístundaheimilum í Vesturbæ er þessar vikurnar helgað efni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem á 25 ára afmæli 20. nóvember. 
18. nóvember 2014
Gestur Guðna Th. á morgun, 19.nóvember, verður HELGA GUÐRÚN JOHNSON. Hún kynnir bókina sína "Saga þeirra, sagan mín". 

Pages