Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

22. apríl 2014
Í nýju fréttabréfi skóla- og frístundasviðs, sem sent er til foreldra og starfsfólks sviðsins, má lesa um mörg af þeim fjölbreyttu viðfangsefnum sem unnið er að á sviðinu. 
22. apríl 2014
Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur í Vesturbænum þann 24. apríl.  Hlökkum til þess að sjá alla í suamrskapi og gleðjast saman Sjá meðfylgjandi dagskrá með því að smella á "lesa meira"  þá sést dagskráin hægra megin á síðunni
16. apríl 2014
Handverkshópurinn Vinabandið heldur sýningu á bútasaumsteppum í félagsmiðstöðinni Vesturreitum, Aflagranda 40, dagana 3.-11.maí næstkomandi.

Pages