Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

30. janúar 2015
Sýningin Margt smálegt eftir bandaríska listamanninn Cory Arcangel verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 31. janúar klukkan 16 að viðstöddum listamanninum. Sýningarstjóri er  Michael Bank Christoffersen en sýningin er unnin í samstarfi við HEART – Herning listasafnið í Danmörku.
Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar og Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs skrifa undir samstarfssamning.
29. janúar 2015
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun hafa undirritað samstarfssamning um þjónustu Vinnumálastofnunar við atvinnuleitendur sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni.
Ís yfir Tjörninni.
28. janúar 2015
Taktu þátt í að aðstoða norrænar höfuðborgir að leysa alvöru áskorun. Íbúar Norðurlandanna eru að eldast og eftirspurn eftir lausnum fyrir aldraða og fatlað fólk er að aukast. Reykjavík, Osló, Kaupmannahöfn, Helsinki og Stokkhólmur hafa tekið höndum saman um Norræna verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf. Föstudaginn 30. janúar klukkan 8.30 mun borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, hefja keppnina á Íslandi í Tjarnarsal Ráðhússins.

Pages