Vesturbær

Vesturbær

Vesturbær er eitt af gömlu hverfunum í Reykjavík og státar af langri og merkilegri sögu. Í suðri liggur Vesturbær að Skerjafirði og að Kollafirði í norðri. Vesturbærinn liggur að Seltjarnarnesi í vestri en að miðborginni í austri og er hverfið að mörgu leyti mjög tengt miðborginni.

Talsverð atvinnustarfssemi er í hverfinu einkum við höfnina og í Örfyrisey enda hverfið nátengt sjónum og má finna þar margar minjar um útgerð fyrr á öldum.

Nálægðin við sjóinn, Ægisíðan og Eiðisgrandi er eitt af helstu sérkennum hverfisins og fjölsóttasti göngustígur borgarinnar er einmitt á Ægisíðu enda útsýnið fagurt. Ekki má gleyma Vesturbæjarlauginni sem er gríðarlega vinsæl og KR sem á sér djúpar og sterkar rætur meðal hverfisbúa.

Reykjavíkurborg er með víðtæka þjónustu í hverfinu en miðpunktur hennar er Vesturgarður, þjónustumiðstöð hverfisins sem starfrækt er á Hjarðarhaga 45 - 47.

Fréttir úr hverfinu

3. júlí 2014
Sumarhátíð Frostaskjóls var haldin í dag og var boðið upp á fjölbreytta skemmtun, s.s. hlaup, þrautir, tónlist og sápurennibraut. 
26. júní 2014
Fimmtudaginn 3. júlí n.k. ætla ungmenni úr Frostaskjóli að vera með sumarhátíð þar sem ýmislegt skemmtilegt verður í boði. Hvetjum við alla sem eiga möguleika á því að taka þátt að vera með og mæta
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, afhendir bræðrunum Kristjáni og Gunnari Jónassonum laxinn sem hann veiddi í Elliðánum ásamt eiginkonu sinni Örnu Dögg Einarsdóttur. Fyrir aftan stendur einn af föstum viðskiptavinum Kjötborgar.
20. júní 2014
Elliðaárnar voru opnaðar í morgun og við það tækifæri tilkynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hver hefði verið valinn Reykvíkingur ársins 2014 en hefð hefur myndast fyrir því að sá sem hlýtur þann titil renni fyrstur fyrir lax í ánum. Að þessu sinni var valið nokkuð óhefðbundið þar sem tveir einstaklingar hljóta titilinn saman en það eru bræðurnir Kristján og Gunnar Jónassynir, kaupmenn í versluninni Kjötborg, á horni Ásvallagötu og Blómvallagötu.

Pages