Útgefið efni - Menningar- og ferðamálasvið

Höfundar; Guðmundur Birgir Halldórsson og Harpa Rut Hilmarsdóttir verkefnastjórar

Leiðarljós: Reykjavík gegnir menningarlegu forystuhlutverki. Sjálfsmynd borgarinnar byggir á skapandi hugsun, frumkvæði og menningarlífi í samspili við alþjóðlegar stefnur og strauma. Menningarlífið einkennist af metnaði, fjölbreytni, samvinnu og virkri þátttöku íbúa og gesta. 

Reykjavíkurborg veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Að hausti ár hvert eru auglýstir til umsóknar styrkir úr borgarsjóði með fjögurra vikna umsóknarfresti. Fagráð fer yfir umsóknirnar og tekur ákvörðun um úthlutun fyrir árslok hvers árs.

Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/styrkir

Borgarstjórn samþykkti einróma Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011 - 2020, þann 3. maí 2011. Enn fremur var samþykkt tillaga borgarstjóra að hafinn skuli undirbúningur að útfærslu og framkvæmd lykilaðgerða Ferðamálastefnunnar.

Menningarstefna Reykjavíkurborgar 2009 - 2012. Samþykkt í borgarstjórn 16. júní 2009.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 7 =