14018 Kirkjusandur - Hallgerðargata. Gatnagerð og lagnir

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar (USK), Veitna ohf., Mílu efh. og Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. er óskað eftir tilboðum í verkið:

Kirkjusandur – Hallgerðargata. Gatnagerð og lagnir, útboð 14018

Stutt yfirlit yfir verkið:
• Upprif á núverandi yfirborði
• Jarðvegskipti í Hallgerðargötu og fyrir stéttum og hjólastígum
• Lagning fráveitu-, vatns- og hitaveitulagna
• Lagning raf- og ljósleiðaralagna
• Niðursetning á djúpgámum
• Malbikun á hluta Hallgerðargötu

Magntölur:
• Upprif  8.520  m2
• Gröftur  26.400  m3
• Fylling  22.400  m3 
• Fráveitulagnir  750  m
• Vatnsveitulagnir  550  m
• Hitaveitulagnir  900  m
• Rafstrengir  800  m
• Ídráttarrör og fjölpípurör  3.400  m
• Djúpgámar  15  stk
• Malbik  2.550  m2

Lokaskiladagur verks: 1. júní 2018

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is - Frá kl. 13:00, þriðjudaginn 18. júlí 2017. 

Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar - Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella „New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá. 

Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar.   Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en:  Kl. 14:00 þann 1. ágúst 2017.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 11 =