14014 Snjótroðari fyrir Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins - EES útboð

F.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er óskað eftir tilboðum í verkið:

Snjótroðari fyrir Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins - EES útboð nr. 14014.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.isFrá kl. 9:00 þriðjudaginn 27. júní 2017.

Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar - Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella
„New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.

Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en:  Kl. 10:00, þann 25. júlí 2017.

Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Snjótroðarinn er hugsaður sem einn af aðaltroðurum skíðasvæðisins í Bláfjöllum. Troðarar undirbúa brekkur daglega t.d. með ýtingum, sléttun og almennri troðslu á snjónum í fjallinu. Umræddur troðari er með spili og verður hann notaður í brattari brekkur skíðavæðisins.
Heimilt er að bjóða nýjan snjótroðara (árgerð 2017) eða ígildi nýs snjótroðara, þ.e. endurframleiddan (remanufactured) snjótroðara.

•  Fyrirspurnarfrestur útrunninn: Kl. 12:00 þann 11. júlí 2017
•  Svarfrestur útrunninn: 13. júlí 2017
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

16 + 2 =