13987 Forval vegna samningaviðræðna um trúnaðarlæknaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg

F O R V A L nr. 13987

Innkaupadeild Reykjavíkurborgar fyrir hönd mannauðsdeildar Reykjavíkurborgar, óskar eftir umsóknum áhugasamra aðila til að taka þátt í samningaviðræðum um kaup á trúnaðarlæknaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg.

Trúnaðarlæknir gegnir hlutverki í viðverustjórnun hjá Reykjavíkurborg og er eftirfarandi yfirlit yfir helstu verkefni trúnaðarlæknis fyrir Reykjavíkurborg:
• leggja mat á fyrirliggjandi læknisvottorð og starfshæfni starfsmanna.
• veita ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna mannauðsþjónustu vegna heilsutengdra málefna, veikinda og slysa starfsmanna.
• veita ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna mannauðsþjónustu vegna fjarvista starfsmanna.
• meta veikindi og starfshæfni starfsmanna.
• upplýsingar til stjórnenda og  starfsmanna mannauðsþjónustu um umfang verkefnisins.
• samskipti og samvinna við borgarlögmann vegna yfirferðar læknisfræðilegra gagna vegna krafna í kjarasamningsbundinna slysatrygginga starfsmanna Reykjavíkurborgar

Forvalsgögn nr. 13987 fást afhent frá kl. 12:00 mánudaginn 24. apríl 2017 með því að senda tölvupóst á utbod@reykjavik.is með upplýsingum um:

  Nafn
  Heimilisfang
  Kennitölu
  Tengilið
  Símanúmer
  Netfang tengiliðs

Umsóknum skal skila eigi síðar en: kl. 14:00 mánudaginn 8. maí 2017. Umsóknum  skal skilað á tölvupósti á utbod@reykjavik.is 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 3 =