13975 Seljaskóli, Viðgerð á þaki. Hús 7

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í verkið:

Seljaskóli, Viðgerð á þaki - Hús 7. Útboð nr. 13975.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is - frá mánudeginum 10. apríl 2017.

Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar - Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella
„New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.

Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 14:00 fimmtudaginn 27. apríl 2017.

Verkið felst í:
Verk þetta nær til þess að rífa af og farga núverandi þakstáli, flasningum og undirleggi þeirra, þakklæðningu og þakpappa undir þakstálinu. Síðan skal einangra milli sperra, setja lektur ofan á sperrurnar, þar ofan á nýja borðaklæðningu og bárustál. Einnig skal endurgera klæðningu á þakköntum og gera við þá, þar sem þurfa þykir, einnig athuga með rennur og útloftunarleiðir fyrir þak.

Helstu magntölur eru:

 Verkþáttur:  Ein.:  Magn:
 Rif á þakstáli og þakklæðningu  m2  754
 Klæðning utan á sperrur  m  1400
 Þakklæðning  m2  754
 Bárujárn  m2  754
 Einangrun  m2  720
 Þakpappi  m2  780
 Þakrennur  m  43
 Lagfæring þakkanta  m  43
 Lagfæring á vindpappa í risi  m2  662

 

Verktími er 12. júní til 18. ágúst 2017.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 3 =