13965 Forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á Útstöð vestur Fiskislóð 37c

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir umsóknum í verkið:

Forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á Útstöð vestur Fiskislóð 37c. Forval nr. 13965.

Forvalsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is - Frá kl. 13:00 þriðjudaginn 11. apríl 2017.

Finna má leiðbeiningu um nýskráningu fyrirtækja á vefslóðinni http://reykjavik.is/utbodsauglysingar - Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella „New supplier registration“ og fylgja leiðbeiningum á skjá.

Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Umsóknum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 14:30 þann 4. maí 2017.

Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Um er að ræða forval á verktökum til að taka þátt í alútboði á nýrri Útstöð (hverfisbækistöð Skriftstofu umhverfis – og reksturs í vesturhluta borgarlandsins).
Höfðað er til umsækjanda að koma með tillögur að uppbyggingu húsanna, er varðar burðarþol, efnisval o.fl. Hér er leitað að umsækjanda til að annast sérhönnun og byggingu nýrrar útstöðvar og lóðar, fullgera allar byggingar og fullgera lóðina. Um er að ræða tvær byggingar, starfsmannahús og skemmu með millilofti ásamt mannvirkja á lóð. Umsækjandi nýtir fyrirliggjandi hönnun og fullgerir samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum ásamt BREEAM vottun „very good“ á hönnun og mannvirkjum.
Verkkaupi skilar inn byggingarnefndarteikningum í samráði og samvinnu við umsækjanda.

Helstu magntölur:
•  Byggingar:  1.265m²
•  Lóðin:  13.230m²

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 8 =