Vöktun á umhverfi

Hlutverk vöktunarhluta Heilbrigðiseftirlitsins er að stuðla að öflugri umhverfisvöktun og fræðslu til almennings í Reykjavík ásamt því að framfylgja lögum og reglugerðum þar að lútandi. Vöktunin felst í mælingum á loftgæðum í nokkrum mælistöðvum í borginni, eftirliti með vatnsverndarsvæði borgarinnar, fráveitunni, sýnatökum í strandsjó, ám og vötnum ásamt því að haft er eftirlit með lóðum og lendum. Unnar eru skýrslur um umhverfisgæði og viðvaranir gefnar út eftir því sem tilefni er til.  

 Dæmi um verkefni:

  •     vöktun loftgæða við leikskóla, í íbúðahverfum og við framkvæmdasvæði;
  •     vöktun strandsjávar, áa, vatna og Vatnsmýrarinnar;
  •     eftirlit með umgengni á vatnsverndarsvæðinu;
  •     umsagnir um framkvæmdir í skipulagsferli eða í ferli til mats á umhverfisáhrifum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 5 =