Veggjakrot er skemmdarverk

 

Hver sér um hreinsun á veggjakroti?

 

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sér um hreinsun veggjakrots á:

● fasteignum borgarinnar, þar á meðal grunn- og leikskólum;
● umferðarmannvirkjum, þar á meðal undirgöngum, umferðarbrúm og hljóðmönum;
● götugögnum, en það eru bekkir, ruslastampar, ljósastaurar, stöðumælar og umferðarskilti;
● leiktækjum, utanhúss við leikskóla og á gæsluvöllum og opnum leiksvæðum í eigu borgarinnar;
● ýmsum mannvirkjum á opnum svæðum í alfaraleið;
● útilistaverkum á opnum svæðum og á lóðum stofnana borgarinnar.

Veggjakrot er alþjóðlegt vandamál og þarf að nálgast sem slíkt í samvinnu og samstarfi fjölda aðila. Markmiðið er að standa sameiginlega að hreinni borg, bættu viðhaldi og góðri umgengni. 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Umhverfis- og skipulagssvið vinnur einnig náið með rekstareigendum og húseigendum við að bregðast við og mála yfir skemmdarverk af völdum veggjakrots. Hægt er að senda inn ábendingu á ábendingavefinn á www.reykjavik.is

Besta ráðið gegn veggjakroti er að bregðast strax við með því að hreinsa og/eða mála yfir krotið!

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 6 =