Úrgangs- og umhverfismál

Vegna breytinga á skipulagi sorphirðu er ekki gert sorphirðudagatal fyrir árið 2016 fyrr en reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag. Þangað til eru upplýsingar um sorphirðu hverrar viku birtar á 

http://reykjavik.is/thjonusta/sorphirdudagatal.
 
  • Sorpílát
    Sorpílát

Ílát og gjöld

Tunnur eru losaðar misoft eftir úrgangsflokki og um áramótin færðist losun gráu tunnunar í 14 daga eins og í flestum nágrannasveitarfélögum borgarinnar. Athugið að hirða fer oftast fram í tvískiptum bílum og tveir úrgangsflokkar því hirtir í einu. 

Athugið að fyrirtæki á markaði bjóða upp á endurvinnslutunnur.

 
Ílát Úrgangsflokkur Hirðutíðni Stærðir íláta Verð á ári
Græn tunna Plast 21 dagur að jafnaði 240 l tunna 8.400
Græn tunna Plast 21 dagur að jafnaði 660 l ker 23.100
Blá tunna Pappír og pappi 21 dagur að jafnaði 240 l tunna 8.500
Blá tunna Pappír og pappi 21 dagur að jafnaði 660 l ker 23.375
Grá tunna Blandaður úrgangur 14 dagar að jafnaði 240 l tunna 21.300
Grá tunna Blandaður úrgangur 14 dagar að jafnaði 660 l ker 58.575
Spartunna Blandaður úrgangur 14 dagar að jafnaði 120 l tunna 11.800
 
 
Reykjavíkurborg hefur farið þá leið að bjóða íbúum að velja það þjónustustig sem hentar þeim og að greiða fyrir þjónustuna í takt við það. Þannig geta íbúar valið hvort þeir vilja nýta sér þjónustu grenndar- eða endurvinnslustöðva eða hvort þeir kjósa að endurvinnanlegur úrgangur sé sóttur á heimili þeirra. Íbúar þurfa því að óska eftir grænni tunnu undir plast og blárri tunnu undir pappír og pappa við heimili sitt. Tunnurnar eru keyrðar út endurgjaldslaust. Einnig bjóða fyrirtæki á markaði upp á endurvinnslutunnur.
 
Sorphirðugjaldi er ætlað að standa undir kostnaði við sorpílát, hirðu og förgun sorps.
 
  • Merktir pokar fyrir tilfallandi blandaðan umframúrgang: 750 kr./stk.
  • Merktir pokar fyrir tilfallandi umframpappírsúrgang: 500 kr./stk.
  • Gjald fyrir aukalosun blandaðs úrgangs: 3.790 kr./ferð auk 570 kr./ílát sem losað er.
  • Gjald fyrir aukalosun pappírsúrgangs: 3.790 kr./ferð auk 570 kr./ílát sem losað er.
  • Gjald vegna reksturs endurvinnslustöðva: 7.980 kr./íbúð. Gjaldi vegna endurvinnslustöðva er ætlað að standa undir kostnaðarhlutdeild Reykjavíkurborgar í rekstri endurvinnslustöðva Sorpu bs.
  • Umsýslugjald vegna breyttrar þjónustu, aksturs og skráningar sorpíláta, er 3.100 kr. fyrir hvert sinn sem óskað er breytinga.

Hafa samband

Tekið verður við fyrirspurnum og pöntunum í síma 4 11 11 11 eða á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Benda skal á að hússtjórn fjöleignarhúsa þarf að óska eftir breytingum sem hefur áhrif á gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs. Símatíminn er milli kl. 8:30-9:00 og 13:00-14:00.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 1 =