Styrkir úr borgarsjóði

Opnað fyrir styrkumsóknir vegna verkefna á árinu 2018 þann 1. september 2017 kl. 8.00

Styrkir 

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2018. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka:

  • félags- og velferðarmála
  • skóla- og frístundamála
  • íþrótta- og æskulýðsmála
  • mannréttindamála
  • menningarmála

Auglýsing um styrki Reykjavíkurborgar (pdf).

 
  • Reykjavík
    Reykjavík

Hvernig er sótt um?

Umsóknir um styrki fara fram á Rafrænni Reykjavík. Opnað verður fyrir móttöku styrkumsókna þann 1. september 2017 vegna verkefna á árinu 2018. Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi þann 2. október 2017 og eru einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Við mat á umsóknum munu reglur Reykjavíkurborgar um styrki og mannréttindastefna Reykjavíkurborgar vera höfð til hliðsjónar. Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi:

• markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að þeim verði náð
• hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf
• hvort unnt sé að meta framvindu verksins
• hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa hlotið uppfylli lágmarkskröfur
• væntanlegum árangri og ávinningi fyrir umrædda starfsemi
• fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun sem einnig skal fylgja umsókn

Einnig geta sviðin hver haft sínar áherslur þegar kemur að úthlutun styrkja:

Á fundi velferðarráðs 25. ágúst 2016 var samþykkt svohljóðandi bókun:

Velferðarráð leggur áherslu á forvarnir og alhliða heilsueflingu með framtíð ungs fólks að leiðarljósi. Við ákvörðun um veitingu styrkja fyrir árið 2017 verður litið til þessarar áherslu. Horft verður sérstaklega til verkefna sem leggja áherslu á aukna samfélagslega ábyrgð, jafningjastuðning og sjálfstyrkingu með það að leiðarljósi að bæta og viðhalda samfélagi sem byggir á trausti og virðingu þar sem allir fá tækifæri til að njóta sín.

Leiðbeiningar fyrir einstaklinga:

Hafi umsækjandi ekki áður skráð sig á Rafrænni Reykjavík þarf að stofna nýjan aðgang með kennitölu viðkomandi einstaklings eða fyrirtækis og fá lykilorð sent í heimabanka umsækjanda. Þegar notandi hefur skráð sig inn smellir hann á „Umsóknir“. Undir málaflokknum „Styrkir“ er smellt á „Umsókn um styrk úr borgarsjóði“. Eftir að umsókn hefur verið send er hægt að skoða hana á Rafrænni Reykjavík og fylgjast með stöðu á afgreiðslu málsins.

Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki/félagasamtök:

Umsókn um aðgang að fyrirtækjagátt. Þar þarf að skrá fyrirtækið og fá aðgang að Rafrænni Reykjavík. Þegar aðgangsorð hefur verið sent í heimabanka fyrirtækisins er hægt að skrá sig inn á forsíðu Rafrænnar Reykjavíkur. Þegar notandi hefur skráð sig inn smellir hann á „Umsóknir“. Undir málaflokknum „Styrkir“ er smellt á „Umsókn um styrk úr borgarsjóði“.

Eftir að umsókn hefur verið send er hægt að skoða hana á Rafrænni Reykjavík og fylgjast með stöðu á afgreiðslu málsins.

Umsókn skal berast ekki síðar en kl. 12:00 á hádegi þann 2. október 2017. Einungis eru teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar kveða á um. Þeir aðilar sem fengið hafa styrk áður þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Fyrirspurnir má senda á netfangið: styrkir@reykjavik.is.

More information: styrkir@reykjavik.is
Wiecej informacji: styrkir@reykjavik.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 5 =