Skammtímavistun Álfalandi

Skammtímavistun í Álfalandi  hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er markmiðið að veita foreldrum og/eða forsjáraðilum fatlaðra og langveikra barna skammtímavistun til að létta á heimilum og gefa fólki kost á að komast í frí. Skammtímavistunin er um leið afþreying og tilbreyting fyrir börnin. 

  • Álfaland
    Húsið í Álfalandi er lítið með stórum og skjólgóðum garði þar sem börnin geta bæði leikið sér innandyra sem utan.

Húsið í Álfalandi er lítið með stórum og skjólgóðum garði þar sem börnin geta bæði leikið sér innandyra sem utan.

Börnin fara frá Álfalandi í sín dagstilboð, eins og þau gera þegar þau eru heima. Um helgar er ýmislegt gert til afþreyingar en allt fer það eftir aðstæðum hverju sinni, því börnin eru mjög ólík og misjöfn að getu.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 5 =