Reykjavíkurborg býður til sölu byggingarrétt í Reynisvatnsási. Í hverfinu eru lóðir fyrir einbýlishús og raðhús.

6.9.17 - Uppfært

Lóðin Döllugata 8 er laus til umsóknar. Öllum öðrum lóðum við Reynisvatnsás hefur verið úthlutað með ákvörðun borgarráðs. 

Sjá nánar Listi yfir lóðir í Reynisvatnsási 6. september 2017

 

Á mynd hér fyrir neðan má einnig sjá lóðir sem ekki hefur verið úthlutað. Smellið á hús til að fá nánari upplýsingar um viðkomandi lóð og birtast þær þá fyrir neðan myndina. Ath. að rauðlitað er selt og þar koma ekki upplýsingar.


Þegar smellt er á hús/lóð á myndinni birtast upplýsingar um húsgerð, lóðarstærð og fleira á stikunni fyrir neðan myndina. Til að skoða þá lóð nánar er smellt á ,,Skoða mynd" hægra megin á stikunni. (Athugaðu að flash-spilara þarf til að skoða upplýsingar um lóðirnar). 

Ef upplýsingar í lista og á mynd stangast á þá gilda upplýsingar í lista.

Lóða- og framkvæmdaskilmálar

Nánari upplýsingar eru í lóða- og framkvæmdaskilmálum sem umsækjendur staðfesta með umsókn sinni að hafa kynnt sér.

  • Almennir lóða- og framkvæmdaskilmálar, júní 2013. Sjá undir tengd skjöl hægra megin á síðu eða neðst í farsímum. 
  • Almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar, maí 2014. Sjá undir tengd skjöl hægra megin á síðu. 
  • Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás: Upplýsingar um skipulag og uppbyggingu, maí 2014. Sjá undir tengd skjöl hægra megin á síðu. 

Skipulag

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 0 =