Reykjavíkurborg býður til sölu byggingarrétt í Reynisvatnsási. Í hverfinu eru lóðir fyrir einbýlishús og raðhús.

5.4.17 - Athugið

Umsóknir hafa borist í allar lóðir í Reynisvatnsási. Allar umsóknir um lóðir eru skráðar, þannig að ef fallið er frá umsókn eða umsóknaraðilar uppfylla ekki skilyrði um fjármögnun lóðar og framkvæmda þá er umsókn næsta aðila í röðinni tekin til afgreiðslu. Neðangreindur listi sýnir lóðir sem enn hefur ekki verið úthlutað með ákvörðun borgarráðs og eru lausar til umsóknar þar til úthlutun hefur farið fram.

Listi yfir lóðir í Reynisvatnsási sem ekki hefur verið úthlutað

Á mynd hér fyrir neðan má einnig sjá lóðir sem ekki hefur verið úthlutað. Smellið á hús til að fá nánari upplýsingar um viðkomandi lóð og birtast þær þá fyrir neðan myndina. Ath. að rauðlitað er selt og þar koma ekki upplýsingar.


Þegar smellt er á hús/lóð á myndinni birtast upplýsingar um húsgerð, lóðarstærð og fleira á stikunni fyrir neðan myndina. Til að skoða þá lóð nánar er smellt á ,,Skoða mynd" hægra megin á stikunni. (Athugaðu að flash-spilara þarf til að skoða upplýsingar um lóðirnar). 

Ef upplýsingar í lista og á mynd stangast á þá gilda upplýsingar í lista.

Lóða- og framkvæmdaskilmálar

Nánari upplýsingar eru í lóða- og framkvæmdaskilmálum sem umsækjendur staðfesta með umsókn sinni að hafa kynnt sér.

  • Almennir lóða- og framkvæmdaskilmálar, júní 2013. Sjá undir tengd skjöl hægra megin á síðu eða neðst í farsímum. 
  • Almennar reglur um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar, maí 2014. Sjá undir tengd skjöl hægra megin á síðu. 
  • Úlfarsárdalur og Reynisvatnsás: Upplýsingar um skipulag og uppbyggingu, maí 2014. Sjá undir tengd skjöl hægra megin á síðu. 

Skipulag

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 12 =