Kjarvalsstofa í París

Kjarvalsstofa er stúdíóíbúð/vinnustofa í París, sem hægt er að sækja um að fá leigða á tímabilinu 3. ágúst 2018 til 27. júlí 2019. Á árinu 2018 er leiguverð 1.104 evrur fyrir tveggja mánaða dvöl fyrir einstakling, en íbúðin er leigð í tvo mánuði í senn. Ætlast er til að dvalargestir skili inn stuttri greinargerð eftir dvöl sína í París.

 

Hvað er Kjarvalsstofa?

 

Kjarvalsstofa er 40 fm stúdíóíbúð/vinnuaðstaða sem ætluð er til dvalar fyrir listamenn. Íbúðin er hluti af alþjóðlegu listamannamiðstöðunni Cité des Arts, sem staðsett er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Stofan er í umsjá Reykjavíkurborgar, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands.

Auk stúdíóíbúðarinnar er hægt að leigja aðgang að ýmsum öðrum rýmum í listamannamiðstöðinni, til að mynda æfingarýmum með flygli eða píanói, aðstöðu til tónleikahalds, leirbrennsluofn ofl. Sjá nánar á heimasíðu Cité Internationale des Arts, og í verðskrá hér til hægri á síðunni.

Hvernig er sótt um?

Frá laugardeginum 3. febrúar verður hægt að sækja um að leigja íbúðina á tímabilinu 3. ágúst 2018 til 27. júlí 2019. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2018 kl. 16.00. Úthlutun er tveir mánuðir í senn en stjórnarnefnd er ekki heimilt að úthluta íbúðinni í skemmri tíma. Sótt er um dvöl í Kjarvalsstofu á Rafrænni Reykjavík.  Með umsókn þurfa eingöngu að fylgja gögn sem umsækjandi telur að styðji umsóknina. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu fer yfir umsóknirnar og tekur ákvörðun um hverjir hljóta úthlutun. Öllum umsækjendum er svarað um leið og úthlutun hefur verið ákveðin.

Ætlast er til að dvalargestir skili inn stuttri greinargerð til stjórnar Kjarvalsstofu þar sem fram komi lýsing á unnu verkefni og afrakstri dvalarinnar.

Hvað kostar þjónustan?

Á árinu 2018 er leiguverð 1.104 evrur fyrir tveggja mánaða dvöl fyrir einstakling, en leigan hækkar í kringum 3% um hver áramót. Ýmis önnur gjöld geta bæst við, til dæmis ef fleiri gestir dvelja í íbúðinni. Sjá nánar í verðlista hér til hægri á síðunni. Einnig skulu tilvonandi íbúar greiða fyrirfram tryggingargjald sem jafngildir eins mánaðar dvalargjaldi en það endurgreiðist við brottför ef vinnustofan er yfirgefin í góðu ástandi.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Skrifstofa menningar- og ferðamálasviðs, Ráðhúsi Reykjavíkur, svarar fyrirspurnum og tekur við ábendingum varðandi Kjarvalsstofu í París í gegnum síma 411 6020 eða netfangið menning@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 10 =